Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 111
“FISKUR í ALLA MATA.”
77
varS að senda þig á vöggustofu,
meðan eg þrælaði í eldhúsinu á
Hotel Harrison. Eg liefi heldur
ekki dansað á rósum, síðan eg
kom heim, að hafa allan þennan
fans í fæði, og fákunnandi stúlkur
til hjálpar. En það, sem hefir
kveðið í mig kjarkinn—■ þegar eg
hefi ætla'ð að gefast u[)p—ert þú.
Eg hugsaði sem svo: Eg hefi ekki
fengið þá mentun, sem mig lang-
aði til, eg hefi aldrei haft heimili
eftir mínu geði; í stuttu máli, aldr-
ei haft neitt í námunda við óskir
mínar—, svo eg vafði öllum óskum
mínum og vonum um þig. Þú
skyldir fá þá mentun, er eg þráði,
þú skyldir fá að þekkja áhyggju-
lausa gleði unglingsáranna, og að
þeim loknum giftast góðum manni,
sem bæri þig á liöndunum, sem
hefði bæði vilja og getu til að gefa
þér gott heimili. Þegar eg svo
sá, hvað Eysteini bjó í hrjósti,
var sem allar mínar óskir væru
að rætast.
“Eg skil vel, elsku mamma. En
þú blíndir um of á Eystein. Það
eru til margir aðrir góðir menn. ’ ’
“Það eru fáir Kára líkir.
Manstu hvað hann var lienni Unu
gömlu góður? Þú getur nærri,
hvernig hann mundi verða kon-
unni sinni, þegar hann synir gam-
alli uppgjafa sveitavinnukonu
aðra eins alúð og umhyggju, bara
af því hún hafði vikið góðu að
honum, þegar hann var drengur.
Það hefði einhver verið búinn að
gleyma því nokkrum sinnum. Eg
gæti hugsað mér, að oddvitinn
gamli í Leifstungu hreppi, vildi
gjarnan hafa komið öðru vísi
fram, þegar hann sá hvað-----------•
Og eg sem hélt, að þér þætti vænt
um Eystein — eg skil ekki fram-
komu þína. Nú er húsið lians að
verða tilbúið, snjóhvítt steinhús,
með öllum þægindum, gas, rafljós,
baðherbergi og hvað eina. Ey-
'teinn lét byggja það eftir lýsincu
minni á húsi Berggreen fasteigna-
sala — þú manst eg gerði þar
hreint rétt áður en við fórum
lieim. ----Nei! Eg þekki engan
mann, sem eg er jafn-viss um að
bæri konu sína á örmum sér. ’ ’
“Eg kæri mig ekkert um að
vera borin á höndum eins og barn.
Eg vil standa við hlið mannsins
míns, ogj taka þátt í baráttunni
með honum. ”
‘ ‘ Þetta væri nú gott og blessað
fyrir lokasetningu á kvenréttinda-
fundi. En lífið er ekki pólitísk
slagorð og ræðuhöld. Það er sagt,
að gæfan berji að eins einu sinni
að dyrum. Elsku barnið mitt,
láttu hana ekki fara fram hjá. ”
Grerða grúfði sig niður við höfða-
lag sófans, herðar hennar skulfu.
Stefanía strauk um höfuð henni.
“Gerða mín! Hjartans barnið
rnitt, hvernig stendur á, að þú tek-
ur þetta svona? Eg hélt afsvar
þitt væri að eins unggæðisháttur,
og þú vildir láta hann ganga á eft-
ir þér. Mér hefir fundist þú koma
svoleiðis fram við Eystein, að þú
værir að eins að bíða eftir-----”
‘ ‘ Nei! nú-er-eg-svo-aldeilis-stein-
hissa!” stundi Gerða upp.
Stefanía starði á hana; liún var
Ifka steinliissa. “Mér er innan-
brjósts eins og iðrandi afbrota-
manni. Þarna hefir hann spurt