Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 92
58
TIMARIT bJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
ir öðru, til þess að fullvissa þá um
inuilega samliygð í meðlæti og
inótlæti- En elcki er þar með sagt,
að vér liöfum gert alt, sem í voru
valdi stendur til þess að sameina
það, sem öíbyrgð Islands liefir
sundurdreift.
Það er langt frá því, að eg álíti
liægðarleik að byggja þá brú, sem
Austur- og Vestur - Islendingar
gætu mæzt á. Það er öðru nær.
Því eins fullviss eins og eg er um
það, að slíkt sé • mögulegt, eins
sannfærður er eg um liitt, að til
þess þarf allan þann dugnað, alla
])á dáð og alt það drenglyndi, sem
vér höfum á að skipa.
Eitt af hinum traustustu bönd-
um milli Islands og Ameríku eru
ístenzku fréttablöðin og tímaritin.
Þó er auðsætt, að þau eru ekki ein-
lilít.
Vort kæra Stúdentafélag var
stofnað til ])ess, að efla veg ís-
lenzkrar tungu meðal íslenzkra
námsmanna í Vesturheimi. En
sára-litlu liefir það fengið til leið-
ar komið.
Sumir ætla, að íslenzkur háskóli
yrði öflugasta brúin. Sjálfsagt—■
ef allar íslenzkar kirkjur skipuð-
ust um það mál sem ein heild, eins
og þær ættu að gera. Ef þær stæðu
sem ein óslitin ljósaröð, sem beindi
sálinni braut til himins. Þá yrði
Island á leiðinni, og þá yrði skól-
inn öflugasta brúin. En nú er svo
ástatt—nei, vér skulum ekki minn-
ast neitt á það.
Nei, til þess að brúa liafið, þarf
áskiftan vilja allra þeirra, sem ís-
lendingar vilja kallast. Það þarf
peninga, sem gefnir eru til þess
að eins, að tengja Island við Ame-
ríku; og það þarf fyrirtæki, sem
verða má öllum flolckum íslenzku
þjóðarinnar til blessunar, vestan
hafs og austan. Hvers konar fyr-
irtæki væri það? Eg efast ekki
um, að margir liafi spurt sig sjálfa
þessarar spumingar, en mér vit-
anlega hefir henni aldrei verið
svarað, svo jafn fullnægjandi og
viðunandi sé fyrir alla flokka
Vestur-lslendinga.
Það er sannfæring mín, að ef
landar mínir hér vestra legðust
allir á eitt og seildust í fegursta
kastalann, sem fyrir mig hefir
borið á vonarhimninum, og settu
hann niður í Winnipeg, ])á mundi
Island á íslandi og Island í Vín-
landi verða eitt.
Og hvernig er svo þessi kastalií
Stórhýsi mikið og glæsilegt. Jafn-
oki fegurstu húsum borgarinnar.
Því hefir verið komið upp af
Vestur-lslendingum öllum. Hvert
mannsbarn hér í álfu, sem Islend-
ingur vill kallast, hefir eitthvað
gefið til þess. Húsið stendur á
grænum velli, sem skreyttur er
blómum og prýddur limfríðum
trjám. Það er bygt úr steini.
Tveir turnar gnæfa hátt við him-
inn og minna mann á tinda liinna
íslenzku fjal'la. Yfir öðrum blakt-
ir hið brezka flagg, en liinn réttir
fána Islands langt út í Manitoba-
sólskinið. Hér búa íslenzkir nem-
endur við livaða helzt skóla, sem
þeir stunda nám. Hinir rúmgóðu
salir bergmála vort hreimsterka
og hljómþýða móðurmál. fslenzk
blöð og bækur liggja hér og hvar á
borðum og hillum. Velferðarmál