Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 33
Landskoðunarferðin til Alaska 1874
15
Institute,” vísindafélag í borgdnni
Albany, sé að undirbúa beina ferð
til Islands og ráðgjöri að leigja
skip til fararinnar frá New York.
Verði fargjald, fram og til baka,
fært ofan í $150 til $175.
Etnnfremur getur Fiske þess, að
liann liafi fengið bréf frá Dr. Isaac
I. EEays heimskautafaranum fræga,
er ráðinn sé í að fara til íslands,
til þess að taka þátt í minningar-
hátíðinni um “landnám” þeirra
Ingólfs og Leifs, sem fulltrúi Ame-
ríska landfræðifélagsins. Muni
hann sigla frá New York og koma
við á Nova Sootia, Nýfundnalandi
og Girænlandi. A bakaleið frá ís-
landi fari hann um Noreg og Fær-
eyjar.
Einnig getur próf. Fiske um það
að lagafrumvarp hafi nú verið
samþykt í báðum deildum öon-
gressins, um að gefa til íslands
eintak af öllum þeim ritum, sem
stjórnin hefir látið prenta og auk
þess, það af einstökum bókum í
vörzlum Congress bókasafnsins, er
safnið á í tveimur eintöknm; enn-
fremur séu $500 veittir til þess að
kosta umbúðir og burðargjald. Er
frumvarp þetta hið sama og Mr.
Niles samdi og kom inn á þing.
Bréf frá prófessor Lounsburv
við Yale háskólann segist Fiske
líka hafa fengið, og geti próf.
Lounsbury þess að bókasending
Yale háskólans muni verða “mjög
virðuleg. ” Þá segir Fiske að próf.
Mareh, eng'il-saxnesku fræðimað-
urinn, geti þess einnig í bréfi til
sín að ríkisbókavörðurinn í Harris-
burg, Pennsylvania muni senda
bækur il íslands. Loks getur Fiske
þess að fjöldi fólks í Providence
Rhode Island óski ekki eingöngu
eftir að gefa bækur til bókasafns-
ins í Rvík, heldur hafi ákveðið að
heimsækja Island á þessu sumri.
Skjótlega eftir að þeir kyntust
Jón og Mr. Niles, mun Jón hafa
ráðfært sig við hann um framtíð
íslendinga er til landsins voru
komnir. Réði Niles eindregið til
þess að þeir settust að í Bandaríkj-
unum með því að þar væri frjáls-
ara og' afkomusælla að 'búa, og
mun liann hafa hvatt Jón til þess
að 'beita sér fyrir því. Benti hann
lionum á hin miklu landrými í
Vesturríkjunum og í Alaska, er þá
var nýlega orðin eign Bandaríkj-
anna. Mun hann jafnvel hafa gef-
ið í skyn að Islendingar myndu
geta komist þar að hvaða skilmál-
um sem þeir vildu.
Þá voru líka Alaska-kaupin um
þessar mundir orðin að bitbeini
millum stjórnmálaflokkanna, Að
vísu höfðu þau kaup komið til tals í
stjórnartíð Democrata, nokkru fyr-
ir ÞrælastríÖ, en eigi af þeim orðið
fyr en þetta seinna. Keypti
Bandaríkjastjórn landflæmi þetta
af Rússakeisara 1867 fvrir $7,200,-
000. Þótti stjórnarandstæðingum
sem fé því hefði verið illa variÖ og
myndi seint heimtast. Var Repúb-
líkum fært það til skuldar yfirleitt.
Stóðu nú deilur um þetta í stór-
blöðunum “Tribune” og “Sun”
í New York, og var sú skoÖun
hispurslaust látin í ljós, að Banda-
ríkjaþjóSin mundi aldrei nein
veruleg not liafa af landi þessu
önnur en þau, að greiða vextina af
kaupfénu, er tekið hafði verið að