Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Blaðsíða 37
Landshoðunarferðin til Alaska 1874
19
Mun Ólafur liafa kynt sér rit þetta
og sjálfsagt einliverjir fleiri og því
ohðið fúsir til að fallast á þessa
ráðagjörð. Frá fundarlialdinu
skýrir Jón Ólafsson í áðurnefndu
riti (“Alaska”) á þessa leið:—
“Um þetta leyti vakti vinur
minn einn og vinur Islands hér-
lendur (Mr. Niles?) athygli mína
á Alaska; eg har málið undir aðra
og leizt öllum vel á. Eg las bók
Dall’s og leitaði allra upplýsinga
er eg gat um landið; kvaddi síðan
landa í Mihvaukee á fund og skýrði
fyrir þeim málið; stakk upp á að
velja menn þrjá til að fara og
skoða landið, og skyldu þeir gjöra
það á sjálfra sín kostnað. Bauð
eg lið mitt þeim, er kosnir yrðu til
að reyna fyrir aðstoð vinar míns
Niles í New York að útvega þeim
að minsta kosti létti í förinni, eða
fría ferð að nokkru leyti. Var eg
kosinn með öllum atkvæðum til far-
arinnar og Ólafur Ólafsson og
Árni Sigvaldason. Árni gat síðar
ekki farið; en við Ólafur tókum
Pál Bjömsson (Péturssonar frá
Valþjófsstað, systurson Jóns) í
hans stað. íslendingar í Wiscon-
sin sendu þá bænaskrá til forseta
Bandaríkjanna (U. S. Gfrant hers-
höfðingja) o g báðu hann að
styrkja og aðstoða skoðunarför
vora. Svaraði hann því máli vel
og léði oss lierskip albúið í San
Francisco til að sigla á til Alaska;
var það seglskip og hafði alls 18
fallbyssur og yfir 200 manns.”
Skip þetta, sem hér um ræðir hét
Plymoutli og var notað sem her-
æfingar skip í sjóflota Bandaríkj-
anna. Strax eftir fundinn leitaði
Jón til Niles með að gjörast milli-
gangari í því að sendinefndin fengi
styrk til fararinnar, og ókeypis
flutning. Kom þá fyrst til greina
'hvernig flytja skyldi sendimenn-
ina frá San Francisco og norður.
Grant forseti, er tekið hafði við
bænaskránni, er honum var send,
vísaði þessu flutningsmáli strax
til flotamálaráðuneytisins, með
þeim fyrirmælum, að sendi-
nefndinni yrði séð fyrir flutningi.
Gjört hafði verið ráð fyrir að
senda skip þetta norður til sjómæl-
inga, en því var nú frestað til
næsta sumars. 1 þess stað var á-
kveðið að það gerði ferð norður
méð nefndarmenn, liefði stutta við-
dvöl, kæmi til baka aftur og undir-
ibyggi svo ferð sína í þenna sjó-
mælingaleiðangur á næsta ári. Er
skýrt frá þessu öllu rækilega. í dag-
hlaðinu Neiv York Sun, í langri
fréttagrein, með fyrirsögninni
“Iceland and Alaska.” Þá er og
bæna.rskrá Islendinga til forsetans,
auk ýmsra miður ábyggilegra upp-
lýsinga um ísland og íslenzku
þjóðina, einnig birt í þessum
fréttapistli. Er þess getið að undir
bænaskrána hafi ritað 43 manns og
þar á meðal sendinefndin. Minst
er þar á sendimennina og farið um
þá lofsamlegum orðum, og sagt að
þeir tali jafnmörgum tungum og
þeir telji fingur á báðum liöndum!
Um sendingu skipsins norður er
farið þeim orðum, að það kosti
stjórnina ekkert að flytja sendi-
menn norður, en hinsvegar ‘‘veiti
það skipshöfninni mjög svo tíma-
bæra og heilsusamlega æfingu í
sjómensku og skips-aga.” Fregn-
ritarinn gjörir ráð fyrir að skipið
muni vera lagt af stað um það levti
sem ritgjörðin birtist. Gjört er
ráð fyrir í bænaskránni að dvelja