Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 54
36
Tímarit Þjóðræknisfélags Islendinga
1 liinum síðarnefnda er yfirlit gef-
ið yfir “goðafræði, sögur og sagn-
ir” Norðurlanda og bent á þýð-
ing'u þeirra fyrir nýju (ensku)
bókmentirnar.—-
Alls eru þetta 19 skólar: 8 í Aust-
urríkjunum (Mass., Yt., N.Y. (3),
N.J., Pa.—að Virginia meðtaldri);
9 í Miðvestur-ríkjunum (Oliio (2),
Mich., Ind., 111., Missouri, Minn.
(2), Ivansas), og tveir í Californíu.
Þess má geta að í lestrarbókum,
sem gefa úrval úr heimsbókment-
unum, eða bókmentum Evrópu eru
oft einhverjir kaflar úr Eddu eða
sögunum.
III.
í þessu yfirliti, sem bundið
er við kenslu í íslenzkum fræð-
um hefir ekki verið rúm til að geta
margra fræðimanna, sem fengist
hafa—og fást jafnvel enn — við
íslenzk fræði að meira eða minna
leyti.
Til dæmis nm þessa menn skal
eg fyrst nefna þann, sem mér er
kunnastur, prófessor Kemp Ma-
lone Ihér í J. H. U. Hann kveðst
aldrei hafa haft tæklfæri til að
kenna íslenzku, en ritgerð lians
um hljóðfræði íslenzkrar tungm
(The Phonology of Modern Ice-
landic, 1923) er áreiðanlega eitt-
hvert hið skarplegasta rit á því
sviði, 'þótt eigi sé það að sama
skapi læsilegt. Annars er hann ná-
kunnugur fornritum vorum og
hefir í’itað fjölda skarplegra
greina um samband þeirra, eða
réttara sagt, sagna þeirra við forn-
enskar (BéoAvulf, Widsiþ) ogforn-
germanskar sagnir. Honum má og
þakka það, að háskólinn hér á nú
orðið allgott, íslenzkt bókasafn.
Þá má nefna, prófessor A. Le-
Roy Andrews (Cornell), sem ritað
liefir nm lýgisögur og gefið út
Hálfssög’u (Altnord. Sagabibliotek
1909); H. Gr. Leacli, ritstjóra tíma-
ritsins “Forum” sem ritað hefir
merkilega bók, Angevin Britain
and Scandinavia (1921) um ensk á-
hrif á Norðurlönd á 12. og 13. öld;
og loks Margaret Schlauch, sem,
auk ritgerða og þýðinga á Völs-
ungasögu og’ Ragnars sögu Loð-
brókar, hefir ritað markverða bók
um lýgisögurnar: Romance in Ice-
land* (1934).
Sir William A. Craigie, mál-
fræðingurinn mikli og hinn góð-
frægi Islandsvinur, hefir um noklí-
urt skeið verið prófessor í ensku
við University of Chicago, en liann
hefir, sem alkunnugt er, ritað
merkileg'ar bækur og fjölda rit-
gerða um íslenzk efni. (Sjá um
hann ritgerð Snæbjarnar Jónsson-
ar, Eimreiðin, II., 1927.). Svein-
björn Johnson, prófessor í lögum
við University of Illinois, hefir
samið hókina “Pioneers of Free-
dom” (1930) og vinnur að rann-
sókn forn-íslenzkra laga.
Af þýðendum má nefna þá A. G.
Brodeur, er þýddi Snorra Eddu
(1916); og H. A. Bellows, sem
þýddi Sæmundar Eddu (1923) fyr-
ir Amcrican-Scandinavian Found-
ation. Auk þess Thorstein Veblen,
er þýddi Laxdælasögu (1925). —
Nýlega. hefir Theodore Jörgensen
skrifað sögu norskra bókmenta—
Ilistory of Norwegian Literature
(1933)—og þar með hinna forn-
íslenzku.
Fleiri mætti eflanst til tína, sem