Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 55
Islenzku kensla í hásTcólum Bandaríkjanna
37
áhuga kafa haft og hafa á íslenzk-
nm fræðum; af eldri mönnum eru
tveir hér við Johns Hopkins: Her-
maim Collitz fyrv. prófessor í
germönskum fræðum, og Tunny
Frank, prófessor í latínu er á
yngri árum sínum skrifaði um
forn-íslenzkar þýðingar úr latínu
og setninga fræði Eddu.
Af hinum yngri mönnum má
nefna tvo, sem báðir hafa áhuga
á lýgisögunum: George S. Lane,
Catholic Universitv of America og
J. H. Jackson, William and Mary
College, Williamsburg, Yirginia.
Lane fæst við Bragða-Mágusar
sögu, en Jackson hefir ýmsar lýgi-
sögu-útgáfur á prjónunum. Ef-
laust mætti finna fleiri þótt hér
verði látið staðar numið.
IV.
EFTIRMALI
Alt síðan á dögum Arngríms
lærða hafa rítlendir fræðimenn
sókst eftir fræðslu þeirri, er ís-
lenzkar bókmentir og íslenzk tunga
geyma. Fyrst og frem.st voru það,
eins og nærri má geta Norður-
landabúar, er leituðu eftir og
fundu sína eigin sögu í íslenzku
bókmentmium, seinna komu Þjóð-
verjar og seinast Englendingar
auga. á gildi þeirra- Fyrir rúm
um hundrað árum síðan varð ís-
lenzkan í hendi snillingsins R. C.
Rasks sá töfrasproti, er lauk upp
fyrir ihonum nýjum lieimum í
myrkviðum málfræðinnar. Fyrst-
ur manna kom hann auga á og
lýsti byggingu málsins og sá um
ieið skyldleika þess, eigi aðeins við
önnur germönsk mál, lieldur einn-
ig við hin fornu klassisku mál,
iatínu og guúsku. Með litlu ís-
lenzku málfræðinni sinni, sem
liann hafði a. n. 1. skrifað í skóla
meðan hann brauzt við að lesa
Heimskringlu á frummálinu, lagði
Rask hornsteininn að hinni miklu
byggingu, sem hélt áfram að rísa
hærra og hærra um næstu hundr-
að árin: hin germönsku málvísindi.
Rasks og’ íslenzkunnar er að vísu
sjaldnar minst í sambandi við
þetta afrek af því að honum ent.ist
livorki heilsa né líf til að gera ger-
mönsku fornmálunum jafnt undir
höfði. Það gerði J. Grimm, enda
er hann að jafnaði talinn faðir
germanskra málvísinda. Þessi vís-
indagrein blómgaðist einkum í
Þýzkalandi og það til skamms
tíma, en hefir nú síðustu tíu árin
eða svo verið á fallanda fæti. Á-
stæðan til þess var sú, að málvís-
indin höfðu smámsaman klofnað
frá bókmenta vísindunum og’ vax-
ið geysilega. Maður, sem vildi
læra þýzku eða þýskt mál varð eigi
aðeins að kunna þýzkt nútíðarmál
til hlítar, lieldur einnig miðþýzku,
forn-háþýzku, forn-lágþýzku, forn-
enskn, forn-íslenzku og gotnesku,
auk þess að kunna góða grein á
hinu svonefnda germanska frum-
máli og sambandi þess við fjar-
skyldari tungur, hin indo-ger-
mönsku málin, eins og latínu og
grísku o. s. frv. En eins og nærri
má geta varð “kunnáttan” í þess-
um mörgu tungum oft nokkuð ein-
hliða. Þýzkir stúdentar munu þó
hafa lært íslenzka málfræði sæmi-
lega vel og oft orðið læsir á málið,
en eins og gefur að skilja höfðu
þeir ekki tíma til að giugga neitt