Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 56
38
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
að ráði í bókmentirnár. Þessi
kenslnaðferð liefir einnig rntt sér
til rúms á Norðurlöndum og lifir
þar jafnvel betra lífi nú en í
heimahögunum. f Englandi hefir
hún einnig rutt sér til rúms, en
aldrei orðið einvöld. Englending-
ar hafa frá öndverðu litið hlutiua
öðrum og praktiskari augum en
Þjóðverjar. í fyrstu voru þeir svo
praktiskir, að þeir gátu ekki séð til
hvers í skrattanum menn væru að
hnýsast í þessi gömlu germönsku
fræði yfir höfuð að tala. Þeir
létu hið fræga fornkvæði sitt Beo-
wulf—Bjólfs-kviðu liggja. óútgefið
og lesið í Britisli Museum þangað
til Dana-konungur sendi íslenzkan
fomfræðing, Grím Thorkelín, til
Englands að svipast um eftir
handritum, er snertu Dana-sögu.
Thorkelín gaf út Beowulf (1815)
fyrstur manna, en gamli N. F. S.
Grundtvig las hann fyrstur manna
af talsverðum skilningi, þýddi
hann á dönsku, og dró Englend-
inginn sundur og saman í háði, þar
til hann gat ekki lengur á sér set-
ið og- fór að sinna þessum fornu
fræðum sínum. Brátt lærðu þeir
af Grimm virðingu fyrir öðrum
germönskum málum og nauðsvn
þess að lesa þau til skýringar móð-
urmálinu, og á dögum þeirra Guð-
brands Vigfússonar og Eiríks
Magnússonar voru íslenzk fræði
ekki annarsstaðar með meiri
blóma utan Norðurlanda en í Eng-
landi. Síðan hafa ávalt verið ein-
liverjir góðir fræðimenn í Eng-
landi, sem sint hafa íslenzkum
fræðum og hefir áhuginn á þeim
sýnilega farið í vöxt síðustu árin.
En þrátt fyrir þýzku áhrifin á
enska fræðimenn hafa fæstir
þeirra fest sig við formshliðina,
málið sjálft, heldur hefir áhuginn
verið meiri á efninu; því var það
að Englendingar fengu skjótt þýð-
ingar af íslenzkum fornritum og
liafa ávalt bætt við þær nýjum og
nýjum ritum.
1 Ameríku er auðséð að þessir
tveir straumar hafa mæst. Sum-
staðar hefir áhuginn verið mestur
á málfræðinni, á þýzka vísu, ann-
arsstaðar hefir hinn enski. áhugi
á efninu orðið ofan á. Er þetta
sjáanleg’t af kensluskrám skólanna
og mundi þó koma betur í ljós, ef
eftir væri grafist. Iíér við bætist
svo hinn sérstaki áhugi er menn
af norrænum stofni, einkum Norð-
menn, hafa á málinu og bókment-
unum. þó er það sýnilegt að mjög
fáir leggja á sig mikið nám vegua
málsins sjálfs. Málfræði er yfir-
leitt ekki vinsæl fræðigrein í þessu
landi. Miklu meiri áhugi virðist
vera á efninu sjálfu, bókmentun-
um, en því miður er málið of erfitt
til þess að margir nenni að leggja
það á sig að verða læsir á það, og
það jafnvel ekki sjálfir Norður-
landabúar. Þetta er auðvitað sízt
af öllu tiltökumál, þegar þess er
gætt, að mikill fjöldi fyrstu kyn-
slóðarinnar af hvaða þjóðflokki
sem er nennir hvorki né vill læra
mál foreldra sinna. Þjóðræknir
innflytjendur geta reitt hár sitt og
skegg yfir þessu ræktarleysi barn-
anna, og málfræðingarnir mega
fórna liöndunum yfir tornæmi og
óvilja stúdentanna gegn útlendum
tungum, en það er vafasamt að
slíkt komi að nokkru gagni. Hitt
er auðvitað snjallara að aka segl-