Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Page 56

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Page 56
38 Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga að ráði í bókmentirnár. Þessi kenslnaðferð liefir einnig rntt sér til rúms á Norðurlöndum og lifir þar jafnvel betra lífi nú en í heimahögunum. f Englandi hefir hún einnig rutt sér til rúms, en aldrei orðið einvöld. Englending- ar hafa frá öndverðu litið hlutiua öðrum og praktiskari augum en Þjóðverjar. í fyrstu voru þeir svo praktiskir, að þeir gátu ekki séð til hvers í skrattanum menn væru að hnýsast í þessi gömlu germönsku fræði yfir höfuð að tala. Þeir létu hið fræga fornkvæði sitt Beo- wulf—Bjólfs-kviðu liggja. óútgefið og lesið í Britisli Museum þangað til Dana-konungur sendi íslenzkan fomfræðing, Grím Thorkelín, til Englands að svipast um eftir handritum, er snertu Dana-sögu. Thorkelín gaf út Beowulf (1815) fyrstur manna, en gamli N. F. S. Grundtvig las hann fyrstur manna af talsverðum skilningi, þýddi hann á dönsku, og dró Englend- inginn sundur og saman í háði, þar til hann gat ekki lengur á sér set- ið og- fór að sinna þessum fornu fræðum sínum. Brátt lærðu þeir af Grimm virðingu fyrir öðrum germönskum málum og nauðsvn þess að lesa þau til skýringar móð- urmálinu, og á dögum þeirra Guð- brands Vigfússonar og Eiríks Magnússonar voru íslenzk fræði ekki annarsstaðar með meiri blóma utan Norðurlanda en í Eng- landi. Síðan hafa ávalt verið ein- liverjir góðir fræðimenn í Eng- landi, sem sint hafa íslenzkum fræðum og hefir áhuginn á þeim sýnilega farið í vöxt síðustu árin. En þrátt fyrir þýzku áhrifin á enska fræðimenn hafa fæstir þeirra fest sig við formshliðina, málið sjálft, heldur hefir áhuginn verið meiri á efninu; því var það að Englendingar fengu skjótt þýð- ingar af íslenzkum fornritum og liafa ávalt bætt við þær nýjum og nýjum ritum. 1 Ameríku er auðséð að þessir tveir straumar hafa mæst. Sum- staðar hefir áhuginn verið mestur á málfræðinni, á þýzka vísu, ann- arsstaðar hefir hinn enski. áhugi á efninu orðið ofan á. Er þetta sjáanleg’t af kensluskrám skólanna og mundi þó koma betur í ljós, ef eftir væri grafist. Iíér við bætist svo hinn sérstaki áhugi er menn af norrænum stofni, einkum Norð- menn, hafa á málinu og bókment- unum. þó er það sýnilegt að mjög fáir leggja á sig mikið nám vegua málsins sjálfs. Málfræði er yfir- leitt ekki vinsæl fræðigrein í þessu landi. Miklu meiri áhugi virðist vera á efninu sjálfu, bókmentun- um, en því miður er málið of erfitt til þess að margir nenni að leggja það á sig að verða læsir á það, og það jafnvel ekki sjálfir Norður- landabúar. Þetta er auðvitað sízt af öllu tiltökumál, þegar þess er gætt, að mikill fjöldi fyrstu kyn- slóðarinnar af hvaða þjóðflokki sem er nennir hvorki né vill læra mál foreldra sinna. Þjóðræknir innflytjendur geta reitt hár sitt og skegg yfir þessu ræktarleysi barn- anna, og málfræðingarnir mega fórna liöndunum yfir tornæmi og óvilja stúdentanna gegn útlendum tungum, en það er vafasamt að slíkt komi að nokkru gagni. Hitt er auðvitað snjallara að aka segl-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.