Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Page 60
42
Tímarit Þjóðrælcnisfélags íslendinga
ir kæmu lieim af engjunum með
hestana, svo hægt væri að fara með
mig í léttivagni vestur til Camp-
bell ’s. Eg' ‘þakkaði henni fyrir öll
þau góðu boð, en tók það fram um
leið, að eg væri ekki lúinn, og lag’ði
síðan á stað og var hinn öruggasti.
“Mundu það, að fara ekki vfir
brúna, heldur upp með árgilinu
austan rneg'in,” hrópaði hún á
eftir mér.
Eg sag'ðist skyldi hafa það hug-
fast.
Eg gekk nú rösklega og næstum
hljóp við fót. Og þegar eg nokkru
síðar leit til baka, sá eg að frú
Lindsay stóð enn fyrir utan dvrn-
ar á húsinu 'og horfði á eftir mér.
Þegar eg var kominn upp á
hrekkubrúnina, var dagsett. En
tunglið var að koma upp. 0g nú
lá vegurinn inn í þéttan, lirikaleg-
an myrkvið. Lá nú við að eg iðr-
aðist eftir, að hafa ekki þegið hið
góða boð frú Lindsay, því að mér
þótti alt annað en skemtilegt, að
liorfa inn í skóg'inn. Eg herti samt
upp hugann og greiÖkaði sporið.
Ekki hafði eg lengi farið eftir
þessum dimmu skógargöngum,
jiegar eg- heyrði liófadyn mikinn
fyrir vestan mig, og' færðist hann
óðum nær. Og' rétt í því, að eg kom
í krök, sem á brautinni var, sá eg
mann á hvítum hesti koma á móti
mér. Eg vék mér til hliðar og
bjóst við að maðurinn mundi ríða
fram hjá. En í þess stað steig
hann af baki og fór að laga til
hnakkinn á hestinum. Maðurinn
var að sjá unglegur og þreklegur;
en eg sá ekki vel andlit hans fyrir
barðabreiðum hatti, sem hann
hafði á höfðinu. Eg' kastaði á
liann kveðju, og tók liann undir,
en mjög dræmt, og herti á hnakk-
gjörðinni um leið.
“Hvað varð af manninum, sem
með þér var?” sagði hann eftir
stutta þögn og leit til mín.
“Það er enginn maður með
mér, ” sagði eg.
“Þú þarft nú ekki að segja mér
ttieitt um það,” sagði hann og
brýndi raustina ofurlítið. ‘ ‘ Eg' sá
tvo menn koma fyrir krókinn á
brautinni, og annar þeirra gekk
við staf. En nú er hann horfinn,
og hefir því skotist hérna út í
skóginn um leið og <eg steig af
baki. ’ ’
Eg reyndi til að fullvissa hann
um að eg væri einn míns liÖs, og að
eg hefði engan mann séð frá því
að eg fór frá Lindsay’s Farm og
jiangað til eg' mætti honum. En
hann sagÖist eiga hág't með að trúa
því.
“Hvaðan kemurðu ?” sagði
liann.
Eg sagði honum það.
“Ertu ekki liræddur að vera
einn á ferð um nótt í dimmum
skógi?”
“Nei,” sagði eg. “Eða við
hvað ætti eg að vera hræddur?”
“Við myrkrið í skóginum. Það
er marg't, sem í skóginum býr. ’ ’
“Eru þá bjamdýr hérna í skóg-
inum?” spurði eg.
“Þau eru sjaldan á fei'S um
þessar slóðir.”
“Hvað ætti eg þá að óttast?”
spurði eg.
“G-eturÖu ekki ímyndað þér, að
stigamenn séu hér á ferð um næt-
ur?”
“Eg' óttast ekki stigamenn,”
sagði eg, “því að eg hefi enga pen-
inga á mér.”