Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 72
54
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
og reis á fætur. Samræður ihófust
fljótt, en brátt kom að því, að bvor
bafði sína sérstöku meiningu um
flesta liluti. Faðir minn segir svo
frá:
“Einhvern veginn leizt okkur
óðara sitt hvorum og kynlega leizt
mér, satt að segja, á Bjömstjerne.
-----Þegar 'hann reis upp af
bekknum rismikill og rammefldur,
breiðvaxinn og brúnamikill, feit-
laginn og frams'ettur, rauðbirkinn
og búlduleitur, datt mér ósjálfrátt
í hug: Þessi maður minnir mig á
Magnús okkar sálanháska! Svo
ósvífið er ímyndunarailið, o. s.
f rv. ’ ’
0g enn segir hann:
“Samræður okkar féllu fremur
stirt, enda, þóttist Björnson vita
flest betur en >eg hvar íslenzkum
málum var komið; kvað liann vin
sinn Hilmar Finsen hafa frætt sig
um alt, sem hann vildi vita. um
okkar hag; stóð þá sem hæst, hið
norska samlag, sem Norðmenn
höfðu stofnað með miklum dreng-
skap og örlæti, því þeir þóttust
hafa frétt slæmar sögur af einokun
danskra kaupmanna og hugðust
því mundu lána oss keppinauta
móti Dönum. Björnson var að vísu
íslandsvinur allmikill, en mjög
fanst mér þekking hans og rök-
semdir standa til bóta, en lítt tók
hann mínar tillögur til greina.”
“Björnson var þá enn Grundt-
vígsinni; þótti honum eg vera
iielzti frárækur og frjál.slyndur í
trúarefnum og spurði hvort eg
tryði ekki á undrið (mysteriet).
‘Hvaða undurF spurði eg. Ilann
svaraði því heldur dræmt, en
kvaðst ekki þora að sleppa ‘undr-
inu.r Eg svaraði á þá leið, að sú
mundi tíðin nærri, að lionum leidd-
ist undraþokan norska. Hann lét
það þá svo vera. Það varð og orð
að sönnu. Því fáum árum síðar
þótti enginn vantrúarmaður í
Noregi skæðari en Björnson.”
Eftir að viðræður þessar höfðu
staðið nokkra stund, batnaði sam-
komulagið, því Karólína húsfreyja
kom til sögunnar með rausn og al-
líð og blíðkaði skap skáldanna með
vel framreiddum mat. Yið borðið
settist nú ásamt þeim, fríður hóp-
ur fjölskyldunnar og fáeinir vinir
þeirra lijóna, sem hafði verið boð-
ið. Urðu þá fjörugar samræður og
kom þá upp annar og betri gáll á
Björnson—eða eins og faðir minn
segir sjálfur:
“Er eg var seztur við hlið skáld-
mæringsins og borðræður byrjuðu
færðist fjör í hann og var hann þá
hinn skemtilegasti. — Þekti og
enginn maður Björnson fyr en
hann tók alvarlega til máls eða var
í g'óðu skapi, fékk hann þá nýjan
svip, bæði ægilegan og andríkan,
bæði þýðan og’ stórmannlegan, og
engan ræðuskörung meiri eða
maka hans áttu Norðmenn um
lians daga. ”------—
Hvorki matur né mælska gat þó
yfirskygt óþægilegTi endurminn-
inguna um hina fyrri samræðu—
a. m. k. lengi á eftir. Sézt það t. d.
greinilega á bréfum, sem faðir
minn skrifaði þeim Stgr. Thor-
steinsson og Jóni Sigurðssvni
nokkru seinna*).
Jóni Sigurðssyni skrifar hann
*)Bréf föður míns munu bráðum koma út.