Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 83
Islenzk fornrit og enskar bókmentir
65
litið er á liana sem brautryðjanda-
verk.*)
Herlbert G. 'VVriglit, sem rann-
sakað hefir samband skáldsins
Soutliey við Norðurlönd og hók-
mentir þeirra, segir, að hann hafi
farið að kynna sér íslenzk forn-
kvæði fyrir áhrif frá Cottle.##)
Kom árangurinn af þeim áhuga
fram í því, að Southey orkti, sem
að ofan greinir, langt inngangs-
kvæði að Eddu-þýðingu Cottles, og
anda sumar ljóðlínurnar ríkri að-
dánn á yrkisefninu. Hafði South-
ey einnig við orð, að semja skáld-
rit um norrænt efni, en aldrei varð
þó af því. 1 ritdómi (‘ ‘ Quarterly
Review,” 1827) um heildarútgáfu
rita læknisins F. Sayer ’s, s'em orkt
hafði ýmislegt um norræn efni og
lýðhyíli átti að fagna á sinni tíð,
kemur einnig fram áhugi Southeys
á fornum fræðum íslenzkum, eink-
um goðafræði Norðurlanda. Hann
skildi það ennfremur glögt, og við-
urkendi, að straumar frá forn-ís-
lenzkum bókmentum hafa átt sinn
þátt í, að hrinda af stað vorleys-
ingunum í ensku menningarlífi,
rómantísku stefnunni, sem skapaði
nýja gullöld í enskum bókmentum
á öldinni sem leið.
í kjölfar hennar nokkrum árum
síðar (1804-1806) sigldi þýðinga-
safn William Herbert’s, “Select
Icelandic Poetry” (íslenzk iirvals-
ljóð), og er þar að finna margt
hinna kunnugustu fornkvæða vorra
*)SI5an hafa komið út þrjár enskar heildar-
býðingar af Sæmundar-Eddu, ein á Eng-
landi og tvær vestan hafs, og að auk einnig
S. Englandi þýðing af goðakvæðunum. En
eg hefi I huga að skrifa sérstaklega um
enskar Eddu-þýðingar hér I ritinu.
**)“Southey’s Relations with Finland and
Seandinavia,” Modern Language Review,
Cambridge, 1932.
í útdráttum eða heild sinni. Stend-
ur Herbert skör framar fyrirrenn-
urum sínum meðal enskra þýðenda
íslenzkra fornkvæða, að þekkingu
og nákvæmni, þó stundum bregðist
honum bogalistin. Urðu þýðingar
hans einnig víðkunnar og vitna
ýms skáld aldarinnar til hans í
ritum sínum, t. d. Byron lávarður.
Það var einnig fyrir áhrif frá
þýðingum Herbert’s af íslenzkum
fornkvæðum, að vinur hans Walter
Savage Landor, eitt af merkis-
skáldum þeirrar tíðar, orkti ljóð-
söguna Gunnlaug and ILélga
(Grunnlaugur og Helga, 1805) út
af Gunnlaugs sögu ormstungu, all
kröftuglegt kvæði og fágað að
formi, þó vart verði sagt, að skáld-
ið hafi lifað sig til hlýtar inn í
anda sögunnar. En svo er að sjá
sem Landor hafi, að minsta kosti
í bráð, orðið næsta hrifinn af ís-
lenzkum fornbókmentum, því að í
bréfi til vinar síns skáldsins
Southey (í febrúar 1811) fer hann
um þær miklum aðdáunarorðum.
(Farley, áðurnefnt rit, bls. 170,
neðanmáls).
Kemur þá að þeim manninum,
sem af öllum enskum merkisskáld-
um á fyrri hluta 19. aldar mun ef-
laust hafa búið yfir mestri þekk-
ingu á norrænum fræðum og verið
hugfangnastur af þeim, en það var
sjálfur skáldsag'na-snillingiurinn
Walter Scott, enda varð hann fyr-
ir nokkrum áhrifum af íslenzkum
fornritum.*)
Ungur tók Scott trygð við hin
*)ítarlegasta frásögn um kynni Scotts af
norrænum fræðum er að finna í ritgerðinni:
“Scott and Scandinavian Literature,” eftir
Paul R. Lieder, “Smith College Studies in
Modern Languages,” Vol. II, 1920-21. Sjá
einnig framannefnt rit Nordbys.