Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 84
66
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
forira fræÖi vor. Innan við tví-
tugt samdi liann ritgerð nm siðu
og háttu norrænna þjóða, sem þótti
lýsa víðtækri þekkingu á viðfangs-
efninu og miklum álraga á fræði-
rannsóknum. Einnig sézt það af
bréfum Scott’s, að þegar á næsta
ári -er hann farinn að sökkva sév
niður í hið víðkunna rit Bartho-
lins, £<IIm orsakir hugrekkis Dana
að fornu,” er að framan var
nefnt, og fjöldi tilvitnana í ritum
skáldsins ber þess órækan vott, að
hann hefir alla. æfi haft mestn
mætur á Bartholin. Auk þess vitn-
ar hann í fleiri rit um forn-norræn
fræði, svo sem bækur Þormóðs
Torfasonar (Torfaeus), einkum
útgáfu hans af Hrólfs sögu kraka.
Scott var einning, sem líklegt, var
um mann jafn áhugasaman um
norræn efni, kunnugTir eftirlíking-
um Gray’s af íslenzkum fornkvæð-
um og þýðingu Cottle ’s á Sæmund-
ar-Eíddu; ennfremur skrifaði
Scott langan og skarpan ritdóm
um þýðingar Herbert’s af íslenzk-
um kvæðum, og loks endursagði
hann Eyrbyggju á ensku og var
hún fyrst prentuð 1814. Skráin
yfir bæliur Scott’s í Abbotsford
bera einnig vitni áhuga hans á nor-
rænum fræðum; hann átti kringum
fimtíu bindi rita um Norðurlönd,
meðal iþeirra allmargar íslenzkar
fornsögur á frummálinu og í þýð-
ing-um og skulu þessar taldar:
Knvtlinga saga, Landnámabók,
Víga Glúms saga, Gunnlaugs saga
ormstungu, Hervarar saga og
Eyrbyggja. Má benda á það hér,
að (Scott mun liafa skilið talsvert í
islenzku, enda gerði móðurmál
hans honum léttara fyrir að kom-
ast niður í Norðurlandamálum;
mestan fróðleik sinn um norræn
efni sótti liann samt í latneskar og
enskar þýðingar, sér í lagi hinar
fyrnefndu; eigi er því heldur að
neita, að þekking hans á norræn-
um fræðum er stundum harla óná-
kvæm, þó honum takist sumstaðar
allvel að lifa sig inn í norrænan
hugsunar-hátt.
Tilvitnanir í goðafræði og bók-
mentir Norðurlanda eru dreifðar
um fjöldamörg skáldrit Scott’s;
hér sem annarsstaðar var það hið
stórfelda, yfirnáttúrlega og æfin-
týralega, sem laðaði að sér liuga
hans; honum verður tíðrætt um
dverga völvur og’ berserki. Lang-
mest gætir þó áhrifanna frá nor-
rænum bókmentum í þessum ritum
Scott’s: Ijóðsögunni “Harold the
dauntless” (Haraldur hugrakki,
1817) og skáldsögunni “The
Pirate” (Sjóræninginn, 1822). í
‘ ‘ Haraldi hugrakka ’ ’ tók höfundur
sér fyrir hendur að lýsa norrænum
víking að hætti fornra skálda;
kvæðið er kröftugt á köflum, en
æði mikilla öfga kennir í lýsing-
unni. Skáldsagan “Sjóræninginn”
gerist í Orkneyjum, en Scott hafði
í'erðast um þær stuttu áður en
hann ritaði sögu þessa. Inn í frá-
sögnina fléttar hann ýmsar sögu-
sagnir, sem hann hafði heyrt af
vörum eyjarskeggja, og tilvitnan-
ir í norræn fræði. Hinn norræni
andi birtist þó einkum í kvæðunum
í sögunni; víkingslundin kemur
þar víða fram í kröftugri mynd.
Kvæðið, sem seiðkonan Norna þyl-
ur mitt í æðisgangi stormsins, ber
mikinn svip af “Völuspá. ”
Ofangreind da?mi eru næg sönn-
un þess, að Scott hafði lifandi á-
/huga á norrænum fræðum, og hélst