Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 85
Islenzh fornrit og enskar bókmentir
67
svo fram á efri ár lians. Þó verð-
nr vart sagt, að álirifa frá forn-
íslenzkum bókmentum gæti í frá-
sagnaraðferð hans. Áhugi lians á
þeim fræðum bar eigi að síður
merkilegan og eflaust harla víð-
tækn árangur; hann hélt ótrautt
áfram starfi þeirra Percy’s og
G-ray’s, að vekja athygli enskumæl-
andi lesenda á íslenzkum fornrit-
um. Fyrir uppá-stungu hans, og
með aðstoð hans, var það einnig,
að farið var að gefa út (1827)
tímaritið “The Foreign Quarter-
ly Review,” með það markinið fyr-
ir augum, að k)rima enskum lesend-
um bókmentir Norðurlanda. (láed-
er, ofannefnt rit, bls. 56).
IV.
Þegar kom fram á 19. öldina
fór áhugi enskra. fræðimanna fyr-
ir íslenzkum fombókmentum og
kynni almennings af þeim stórum
vaxandi; bæði var það, að jarð-
vegnrinn liafði nú verið plægður
um langit skeið, og ekki síður hitt,
að enskumælandi lesendum varð
nú hægar um vik, að kynna.st forn-
ritum vorum án milliliða, eftir að
hin mikla íslenzk-enska orðabók
þeirra Guðbrandar Vigfússonar
og Ricliard Cleasbys kom út þjóð-
hátíðarárið 1874. Hinn enski
kaupmannssonur hóf það stórvirki
1840, og sparaði hvorki krafta né
fé til þess, að það mætti í fram-
kvæmd komast, en er hann dó frá
því óloknu, var Gnðbrandur, sem
kunnugt, er fenginn til að ljúka
við verkið og búa það undir prent-
un. Hafa ávextirnir af þessu
crðabókarstarfi orðið hinir ríliu-
legustu að því er snertir aukið ís-
lenzkunám og aukinn lestur ís-
lenzkra bókmenta í hinum enska
heimi og utan hans. Má eflaust
svipað segja um árangurinn af
samvinnu þeirra Guðbrandar og F.
York Powell’s að stórfeldum út-
gáfum og enskum þýðingum ís-
lenzkra fornrita, sem skemtilegar
eru og vekjandi, þó auðvitað séu
þær ekki gallalausar.
Af enskum atkvæðaskáldum um
og eftir miðja 19. öld, sem hrifin
urðu af íslenzkum fornbókment-
um, skal fyrstur talinn skáldspek-
ingurinn Thomas Carlyle. 1 liin-
um frægiu fyrirlestrum sínUm
‘‘Heroes and Hero-worship ”
(Iietjur og hetjudýrkun, 1841)
túlkar 'hann með andagift og eld-
móði norræna goðatrú, einkum í
fyrsta kaflanum, um hetjuna sem
guð. Er auðsætt, að Carlyle hefir
átt næman skilning á lífsskoðun
norrænna manna, og kemur fram í
nefndu riti óblandin aðdáun á ís-
landi og fornbókmentum þess.*)
Einkum dáði hann hreystilyndið
forníslenzka; hann taldi norræna
goðatrú fremri hinni grísku að
hreinskilni (sincerity), þó hin síð-
arnefnda ætti meiri yndisþokka
(grace). En Carlyle var svo skapi
farinn, að honum þótti meira var-
ið í hreinskilnina en þokkann.
Carlyle kvntist “Heimskringlu”
Snorra Sturlusonar í þýðingu
Samuels Laing’s, sem út kom 1844,
og fanst svo mikið til hennar koma,
að liann sótti þangað efniviðinn í
bók sína “ The Early Kings of
Norway” (Fornkonungar Noregs,
1875), sem er að miklu leyti sam-
andregin endursögai á Heims-
*)Að sögn Willard Fiske's sjálft, var þetta
rit Carlyle’s ein af þeim bókum, sem luku
upp fyrir honum fegurðarheimum norrænn-
ar tungu og bðkmenta.