Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 87
íslenzk fornrit og enskar bókmentir
69
Leifs heppna, ogi hafa þó ekki öll
þess konar rit um hann verið talin
hér að ofan. Nýlega hefir amerísk
kona, Lida Siboni Hanson að
nafni, færst í fang, að gera karli
föður Leifs sömu skil, og var
skáldsaga hennar ‘ ‘ Eric the Red ’ ’
(Eiríkur rauði) prentuð í New
York í fyrra (3933), læsileg bók,
einkum ætluð unglingum, sem lýs-
ir með talsverðri glöggskygni æfi-
ferli söguhetjunnar og skapgerð.
Ilefir höfundurinn lagt til grund-
vallar frásögn sinni og lýsingum
ýms ábyggileg heimildarrit, svo
sem hók Arthur M. Reeves um
Yínlandsferðimar.
Sem frekari vott þess, að Ame-
ríkufundur Islendinga heldur enn
þá áfram að draga að sér athygli
rithöfunda, skal 'þess getið, að rétt
nýlega (í nóvember 1934) er kom-
inn ót í New York langur kvæða-
flokkur eftir Henrv öhapin, sem
nefnist “Leifsaga,” og' ritdómari
stórblaðsins “New York Times”
fer lofsamlegum orðum um, segir
að þar sé dramatísk saga sögð á
dramatískan hátt, og spáir bók-
inni vinsælda.
Hverfum nú aftur að enskum
ritliöfundum á seinni helming 19.
aldar. Fjarri fór, að Carlyle væri
hinn eini þeirra, sem heillaðist af
íslenzkum fornhókmentum og fengi
þar efnivið eða byr í seglin til rit-
starfa, George Webbe Dasent, sem
Tslendingar standa í þakkarskuld
við fyrir þýðingar á íslenzkum
fornritum, einkum fyrir snildar
þýðingu hans á Njálu, sem orðin
er klassiskt rit, samdi einnig skáld-
söguna “Vikings of the Baltic”
(ýíkingar í Eystrasalti, 1875) og
fylgir þar einkum Jómsvíkinga- og
Knytlingasögu; er þetta löng saga
og þáttamörg, víða vel með efni
farið en of miklar málalenging-
ar.#)
Miklu merkilegra frá bókmenta-
legu sjónarmiði er þó hið fagra
og áhrifamikla kvæði “Balder
Dead” (Dauði Baldurs, 1855) eft-
ir skáldið og ritdómarann Matt-
hew Arnold, samtíðarmann Da-
sents. Vegna frumleiks þess og
hugsanagöfgis verðskuldar kvælði
þetta sess meðal enskra merkis-
kvæða 19. aldar. Rétt er það ef-
laust skoðað, að friðarliugur Arn-
old’s hafi dregið athygli hans að
Baldri, er beztur var, bjartastur
og réttdæmastur norrænna guða
—hinn norræni Kristur. Skáldið
hefir séð í honum persónugerð
friðarhugans og sálargöfginnar.
Gray og mörg önnur ensk skáld eft-
ir hans dag höfðu orkt um hið
stórfelda, hamrama og liarðúðga í
forn-íslenzkri lífsskoðun og bók-
mentum. Arnold varð til þess
fyrstur enskra skálda, að flytja
inn í bókmentir þjóðar sinnar end-
urhljóm af þýðari og mildari tón-
nm í skáldahörpunni norrænu.
Rithöfundurinn Eidmund Gosse,
yngri samtíðarmaður Arnold ’s var
víðkunnur fyrir áhuga sinn á bók-
mentum Norðurlanda. Hann skrif-
aði tvö rit um forn-íslenzk efni,
kvæðið “The Death of Arnkel”
(Dauði Arnkels, 1885), og sorgar-
leikinn “King Erik” (Eiríkur
konung*ur, 1876), sem er miklu
merkast þessara rita; náin kynni
höfnndarins af norrænum efnum
og skilningur hans á þeim leynir
sér ekki. Bóthildur, höfuð kven-
*)Um Dasent, sjft ritgerð Halldðrs Her-
mannssonar, Skfrnir, 1919.