Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Page 89
Islenzk fornrit og enslcar þóknientir
71
og ógleymanleg. Guðrún og
Hrefna, sem lieil liöf skilja að
skaphöfn, önnur harðlyndið sjálft
—hin þýðlyndið í konuiíki, klæðast
einnig holdi raunveruleikans fyrir
ejónum lesandans. SkáldiS opnar
oss sýn inn í sálir þeirra, og vér
verðum fyr en varir þátttakendur
í harmleik lífs þeirra.*)
“Fóstrun Áslaugar” er orkt út
af þjóðsögn í Völsungasögu, fall-
egt kvæði, en stendur þó hvergi
nærri jafnfætis “Elskhugum GfuS-
rúnar,” enda var efni þess hvergi
nærri eins mikilfenglegt og harm-
sagan máttuga í Laxdælu.
En líta má á “Fóstrun Áslaug-
ar” sem forspil að ágætasta og
stórfenglegasta söguljóSi Morris,
“Sigurd the Yolsung” (1876), en
þaS er afar löng drápa í fjórum
bindum, orkt iit af Völsungasögu,
en höfundurinn hefir einnig haft
til hliðsjónar EddukvæSin um
sama efni. Hér var mikilúðlegt
og margþætt yrkisefni, stórbrotn-
ar söguhetjur, er sættu hinum
þyngstu örlögum, enda rísa á-
stríðuöldur mannlegs hjarta hátt í
þessari ljóðsögu, og geystur
straumur harms og lieiftar rennur
þar í stríðum streng; en í haksýn
er hrikalegt umiiverfið íslenzka,
þó þar bregði einnig fyrir blæmild-
ari myndum frá suðrænum lönd-
um og sólríkum. Eins og hæfir svo
mikilfenglegni efni, er kvæðaflokk-
ur þessi tígulegur og tilkomumik-
511; 'bragarhátturinn fellur ágæt-
lega að .efninu; höfuðstafir og
stuðlar koma þar fyrir og fléttast
*)1 hinni snjöllu ritgerð sinni “Guðrún
ösvífursdðttir og Morris,” í Skimi, 1913,
W’sir A. Courmont skarplega meðferð Morris
fi. Laxdælu.
smekklega. inn í frásögnina; kenn-
ingar notar Morris einnig að ís-
lenzkum sið, og fer jafn snildar-
lega með þær og höfuSstafina og
stuðlana; málið á kvæðinu er
hreint og lireimmikiS. Sem vænta
má í svo löngum ljóðaflokki, ná
ekki allir kaflar hans sama há-
marki í ljóðsnild, en gnægð er þar
skáldlegra lýsinga og áhrifamik-
illa.. Gullfögur er t. d. lýsingin á
því þegar SigurSur hefir riðið
Vafurlogann og vekur Brynhildi á
Hindarfjalli; er langd aS leita
yndislegi’i myndar eSa sviphreinni.
Úr harðara málmi, en jafn minnis-
stæð, er frásögnin af því er Bryn-
hildur, sem nú er orðin drotning
Gunnars, gengur inn í liöll hans og
varpar kveðju á SigurS fornvin
sinn; eða þá lýsingin á fundum
þeirra Brynliildar og GuSrúnar
niSur við ána; og mætti svo lengi
telja.
Morris er einnig, sem nefnt var,
snillingur í náttúrulýsingum, og
verða þær oft rammíslenzkar.
HafSi íslenzkt landslag greypst
svo djúpt inn í liug' skáldsins, að
stundum þegar hann er að lýsa er-
iendum stöðum, verður lýsingin liá-
íslenzk, eins og í skáldsögunni
“The Boots of the Mountains”
(Fjallarætur, 1889). Þar bregður
hann upp fyrir lesendum “stórum
hraunbreiðum og dökkum hömr-
um, fljóti, sem nefnt er “Shiver-
ing flood” (Skjálfandi) og eld-
fjalli með íshettu, er heitir
‘ ‘ Shieldbroad” (iSkjaldbreiður).
(Blöndal).
SíSan í bvrjun þessarar aldar
hafa ekki allfá ensk skáld samið
kvæði eða leikrit um efni úr ís-
lenzkum fornsögTim; verður nú