Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 102
84
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
á g-ólfið. Eg bjóst við að frúin
mnndi reiðast, en hún brosti að
og sagðist liafa lieyrt að eg væri
vel lesandi og því bafi bún hér bók,
sem muni vekja mig og liressa upp
stúlkurnar, ef eg lesi í henni stund-
arkorn. Það voru Fornaldarsög-
ur Norðurlanda. Fór brátt af mér
allur svefn og ekki nóg með það,
stúlkumar unnu nú af meira kappi
en fyr. Fór það nú svo að eg
kembdi dálitla stund á bverju
kveldi, en las svo sögur þangað til
stúlkurnar fóru að mjólka. Þegar
það var búið var lesinn kveldlest-
ur og gerði Magnús það, og sat við
dyrnar á milli herbergjanna svo
að húsbóndinn gæti lieyrt. Hús-
bóndinn byrjaði, því að hann var
raddmaður mikill og allir sungu
sem gátu, því að nógar bækur voru
rtil. E|ftir lesturinn fcom kveid-
skatturinn og allir áttu að fara að
hátta kl. 10:30, en allir fóru ætíð
snemma á fætur. Þegar eg las sat
húsbóndinn tímum saman inni og
hlustaði á, en hurðin inn til Magn-
úsar var látin standa opin. Las eg'
hátt svo allir gátu vel heyrt.
Fæðinu var þannig háttað, að
það var vig'tað út á hverjum sunnu-
dagsmorgni, brauð og smjör til
viku, en harðfiskur til hálfsmán-
aðar. Hver karlmaður fékk bálft
bakalónsbrauð til viku. Þau voru
búin til og bökuð í bakaríinu í
Reykjavík. Kornið í þau var mal-
að þar í vindmyllu, því að þá var
lítið af mjöli farið að flytjast til
landsins. Húsbóndinn keyp*! það
vanalega af spekúlant,, sem Green
hét. Kom hann á hverju ári til
landsins og hafði betri vörur en
kaupmenn. Húsbóndinn seldi hon-
um ætíð dúninn og fékk 10 ríkis-
dali fyrir iDundið. Bakalónsbrauð-
in vógu 6 pund, svo að karlmaður-
inn fékk 3 pund til vikunnar og 4
merkur af smjöri; því að það var
etið mikið af harðfiski. Eg vissi
aldrei bvað mikið hann vóg, en
meira en nóg. Kvenfólkið fékk
ekki nema pund af smjöri og liálft
af brauði, en nóg af harðfiski.
Þetta var átmaturinn. 1 morgun-
skatt fengum við fulla aska af
mjólkurblönduðum þunnum graut,
en á kveldin flóaða mjólk þegar
hún var til, annars mjölgraut, vel
hálfa aska; þetta var jafnt árið
um kring, nema að það var gamall
vani frá jólaföstu inngang til ver-
tíðarbyrjunar að annan hvern dag
var skamtaður miðdagsmatur,
annaðhvort kjötsúpa eða baunir
með tólg út í. Voru askarnir full-
ir og' bjuggum við vel að því. Þær
vikur var útvigtin minni, 1/3
brauðs og 3 merkur af smjöri, en
við græddum á skiftunum. Þá
daga, sem róið var fengum við æ-
tíð soðningu þegar við lentum, og
var það eins og aukabiti þá daga,
því að maður bafði oftast lítið af
brauði síðustu daga vikunnar og
fæðið var horslaralegt, Stundum
leit fólkið vel út og gerði það víst
þessi mikli mjólkurmatur.
Það var haldið þar mikið upp á
allar liátíðir, einkum jólin. Þá
fengu allir á aðfangadagskveld
kjötsúpu og kaffi á vökunni og
lummur með. Karlmenn fengu þá
eitt staup af hrennivíni, en kven-
fólkið þá annað vín. Á jóladags-
morguninn fengu allir kaffi með
pönnukölcum; um morgunverðar-
leytið var komið með heila flat-
köku og smjör við henni og mikið
af hangikjöti. Ivvenfólkið fékk hið