Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Page 106
88
Tímarit ÞjóðrœJcnisfélags íslendinga
Þegar hann kom nær kom í ljós, að
.þetta var gamalmenni, 'lirumur
mjög og tekin að förlast sýn. En
það er siður Indíána, að losa sig
þannig við aflóga gamalmenni,
skilja þau eftir á gaddinum og láta
þau verða vetri og ólfum að bráð.
Þessi gamli maður, sem nó tifaði
áfram í fönninni, hafði að sjálf-
sögðu séð mörg gamalmenni þann-
ig eftir skilin og sjálfur verið við
það riðinn. Etn þó gamall væri,
hrumur og sjónin döpur, var sem
honum væri það eitt umhugað, að
komast sem lengst og selja líf sitt
eins dýru verði og unt væri. At-
burður þessi festist mér í minni.
Nornin Urður veit ein um hið
liðna á sviði vestrænna óbygða.
Vesturálfa er ung mannheimi, því
í f jarlægri þátíð var lítið um kom-
ur hvítra manna á hennar slóðir.
Helmingur hnattar vors mann-
heimi ókunnur og hulinn slæðu
liins liðna. Við fund Ameríku taka
heimsþjóðirnar von bráðar að
leggja hana undir sig. Tslending-
ar, sem þó stæra sig af fundi þessa
lands, létu sér lynda að sigla í
kjölfar annara þjóða, að undan-
skildri einni mishepnaðri tilraun
til landnáms. Landfundur Leifs
hefði algerlega gleymst og aldrei
orðið heimskunnur viðburður sög-
unnar, ef ókunnur sagnahöfundur
á íslandi hefði eigi fært þetta í
letur. Höfundi þeim ber lof um
allar aldir og ættu íslendingar að
reisa honum veglegan minnis-
varða,
Landnemar hljóta íslendingar
þó að teljast, því þeir námu nýtt
land hér í álfu. Ameríka er stór
og að eins lítill hluti hennar num-
inn við komu íslendinga. Bygðir
þeirra risu upp ór frummoldinni,
ef svo má að orði komast, plógar
þeirra rótuðu við alnýrri mold og
axir þeirra feldu stórtré ósnertra
skóga. Þannig eiga íslendingar
með réttu na.fnið frumbýlingar.
Þann óbygða blett, sem síðar
verður íslenzk bygð, ber Vestur-
Islendingum að heiðra og halda
minningunni á lofti. Þar hefst,
dagrenning nýrrar sögualdar- Vér
erum þá landnámsmenn við endur-
tekning íslenzkrar sögu. Forfeður
vorir, sem Island námu, voru her-
skáir víkingar og frá landnámstíð
þeirri stafar saga lietjuskapar og
hreystiverka. Niðjar þeirra, land-
námsmenn Vesturálfu, voru líka
liraustir og hugrakkir. Við marg-
víslega örðugleika hlutu þeir acj
etja, sem eigi voru hlutskifti for-
feðranna á landnámsárum íslands.
Þeir drógust inn í samkepni við
aðra stærri þjóðflokka og urðu—5
og eiga enn—við ýms álög að bóa
frá liálfu þeirra þjóðflokka. Land-
námsmenn Islands komu að landi
óbygðu og frjálsu. Ameríka er
stærra land og auðugra, en hefir
aldrei verið eins alfrjáls og Island
var á landnámsárum. Lýðfrelsis-
andi foi’feðranna sveif hærra og
bar við liimin, bjartan himin nor-
rænnar stórlundar.
II.
Það var markmið mitt, að minn-
ast á bygðir, al-íslenzkar bygðir.
Bygðir þær voru oft afskektar og
alveg askildar öðrum bygðarlög-
um. Þar höfðu oft hvítir menn
eigi fæti stigið enn þá, aðrir en
stöku veiðimenn og “mælinga-
mennirnir.” Þeir síðarnefndu
voru boðberar hinnar svonefndu
menningar. Mældu þeir landið í