Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Qupperneq 109
Um bygð og óbygð
91
færi aS málkunnugri menn en eg
riði þar á vaðið.
Islendingum, sérstaklega hér
megin hafsins hefir oft verið bor-
ið á brýn tregða í samvinnumálum
og skortur á vilja til samtaka-
Yera má að því megi stað fiuna,
sé miðað við þjóðbrotið sem heild,
enda samvinna örðug svo dreifðra
krafta, Ef Vestur-lslendingar
væri t. d. bólsettir í einu fylki
Canada, eða einu rfld Bandaríkja,
þá væri afstaÖan alt önnur.—
“Þjóðbrot,” það orð fer vel í
f'leirtölu; brot íslenzkrar þjóðar,
aðskilin og dreifð um meginland-
ið. Heildarsamtök öll hafa tekist
vonum fremur, þegar liin rétta
afstaða þjóðbrotanna er tekin til
greina,
Þegar um íslenzkar bygðir er að
ræða hverja fyrir sig, var sam-
vinna bygðarbúa á eins háu stigi
og bezt átti sér stað á meÖal ann-
ara þjóðflokka. Eg er uppalinn í
bygð og var sjálfur sjónarvottur
að samtökum og samvinnu á allar
bliðar. Bygðin var ung þegar eflt
var til mannfunda í þágu velferð-
armála. 0g árangur þess sam-
vinnuþels kom á sínum tíma í ljós.
T. d. var lestrarfélag .sett á fót,
barnaskólar stofnaðir, eflt til
smjör- og ostagerÖar samtaka, o.
s. frv. E'nginn fær núið þeim
bygðarbúum því um nasir, að þeir
væri sofandi eða samtakalausir.
Saga Canada eða Bandaríkjanna
ætti að ritast þannig, að þjóÖflokk-
ar þeir, er landiÖ byggja rituðu
hver sinn eigin söguþáft. Hver er
símim hnútum kunnugastur. Yest-
ur-íslendingar gerðust þá sagna-
ritarar, að sið feðranna, og rituðu
sína eigin landnámssögu. Margt
mun þá koma í ljós, er áður hefir
veriö hulið. Til dæmis það, að
enginn þjóðflokkur mun hafa ver-
ið eins efnalega snauður og Islend.
ingar voru á frumbýlisárunum.
Hjá þeim ríkti efnalegt allsleysi
að heita mátti. Enginn annar
þjóðflokkur hefir heldur verið jafn
‘‘óskólagenginn,” sé leyfilegt að
viðhafa það orð. En eigi létu ís-
lendingar þá smámuni á sig fá.
Öjálfmentaðir menn á meðal
þeirra urðu hómópatar og tóku að
iækna sjúka. Sjálfmentaðir yfir-
setumenn og yfirsetukonur komu
til sögunnar. Og sjálfmentaðir
alþýðumenn gerðu mörg prests-
verk, skírðu nýfædd börn, jarð-
sungu þá dauðu o. s. frv. Enginn
mun því g*eta brugðið Islendingum
um mentunarskort, þó sjálfment-
aÖir væri.
Oft lýstu menn annara þjóða
undrun sinni yfir sjálfmentun ís-
lenzkra alþýðumamia, sem aldrei
höfðu skóla notið. Enda mun það
vera einsdæmi á meÖal siðaðra
þjóða, sem flestar eiga völ á al-
þýðuskólum. En íslendingar voru
þó skrifandi og lesandi engu síður
en hinir og stundum “miklu meiri”
ein.s og svörin hljóðuðu við ber-
serkina forðum. Landnámsmenn
liöfðu sama sem engan kost átt á
mentatækjum, margir þeirra fund-
ið sig knúða til þess að læra að
“draga til stafs,” með því að rista
í fannir með stafbroddum sínum.
Sú var mentaþrá íslenzkrar alþýðu
og viÖleitni á þroskunarsviði.
Vesturheims niÖjar hennar, sem
skólaveginn gengu, voru því af
góðu bergi brotnir, enda hlutu
þeir oft verðlaun í æðstu skólum.