Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Page 114
96
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
Eg- sá öðru skipinu, sem var úti
fyrir, hvolfa í brimgarðinum, og
hefði flestir mennimir, sem á ]>ví
voru, farist þá við landsteinana,
ef mannsöfnuður af efldum og á-
ræðnum sjómönnum hefði ekki
verið í landi til móttöku.
Það var aldrei farið svo á sjó, í
þessum austanfjalls veiðistöðvum,
að menn gætu ekki átt von á, að
mæta slíkum erfiðleikum og að
karlmenska sjómannanna yrði
reynd til þrautar, áður en dagur
væri að kveldi kominn; en þrátt
fyrir það fyltust verin af úrvals-
liði nærsveitanna í byrjun hverrar
einustu vertíðar, sem í þeim veiði-
stöðvum liófst í fyrstu og annari
viku Þorra.
Árið 1883, eins og endrarnær, var
fullskipað í verinu í Þorlákshöfn—
hátt á sjötta hundrað manns, eins
og að framan er sagt. Yar það
frítt lið til hvers sem það gekk,
hvort heldur til leika á túninu í
Þorlákshöfn, eða í viðskiftum sín-
um við Ægi, sem oft reyndi á karl-
menskuna. E|n livort heldur var
um að ræða, sókn- á sjóinn eða að
jþreyta bændaglímu í landi, voru
það tveir menn, sem hvað mest bar
á. Annar þeirra liét Þorkell Þor-
kelsson frá Óseyrarnesi í Flóa, en
hinn Ólafur Jóhannesson frá Dísa-
stöðum í sama hreppi. Þeir voru
báðir sjógarpar miklir. Báðir
voru þeir miklir að vallarsýn og
víkingar að hver ju, sem þeir gengu.
Fríðir voru þeir sýnum og g'leði-
menn báðir, þó einkum Ólafur, því
hann var söngmaður ágætur.
Ólafur var nokkuð eldri maður
en Þorlíell og’ því reyndari, en það
sem Þorkel skorti á aldurinn, bætti
karlmenskan og ofurhuginn upp.
Þessir menn voru sjálfkjörnir
foringjar í veiðistöðinni. Þeir
voru nálega undantekningarlaust
fyrstir allra á veiðimiðin fram á
sjó, og flestir aðrir formenn liik-
uðu við, ekki sízt ef veður var í-
skyggilegt, þar til að þeir sáu hvað
þeir Ólafur og Þorkell gei’ðu. Sök-
um þess, að þessir tveir menn fisk-
uðu allra manna bezt, valdist til
þeirra einvalalið, þó einkum til
Ólafs, sem óhætt er að segja um,
að bezt mannval hafi haft á skipi
sínu, allra þeirra skipa, er sjó sóttu
í Þorlákshöfn, líklega fyr og síðar.
Það var komið langt fram á ver-
tíð, er sá hrygðaratburður gerðist,
er nú skal greina :
28. marz, eða miðvikudagurinn
fyrir páska, var mildur dagur á
Suðurlandi. Loftið var þung'búið
þegar að morgni, og tók að drífa
niður snjó í logni, þegar á leið
morgiuninn, og hélzt sú snjókoma
til kvelds. Yar þá komin þykk
snjóbreiða af lausasnjó yfir alt.
Bóið var þenna dag í Þorlákshöfn,
en fiskur lítill.
Næsta dag, þann 29., voru for-
menn snemma á fótum í Þorláks-
höfn, eins og’ endrarnær, því það
var þeirra að segja til hvort róa
skyldi eða ekki. Eíf veður þótti
sjófært var matast í skyndi. For-
maðurnn tók ofan sjóklæði sín, sem
héngu við rúm hans, og- mælti:
“Sjóklæðumst í Jesú nafni. ”
Veðrið þenna morgun var þung-
búið og því ómög-ulegt að sjá til
lofts eða fjalla eða greina skýja-
far né heldur nein veðurmerki,
sem formenn margir voru þó allra
manna glöggvastir á. Veðrið var
kuldalaust og nálega logn. Það
var einn af þessum dögum, sem ó-