Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 130

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 130
112 Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga Las þá ritari, dr. Rögnv. Pétursson, skýrslu sína sem hér fylgir: Skýrsla ritara Ritaraskýrslan veröur stutt aö þessu sinni, er frá fáu eða engu að skýra, er fólki er ekki alment kunnugt. Snemma á árinu (10. maí) andaðist forseti nefndarinnar, séra Jónas A. Sigurðsson, eins og skýrt hefir veriö frá I forseta-ávarpinu. Með samþylcki nefndarinnar símaði ritari dánarfregnina til rikisstjórnarinnar á Islandi. Forsætisráð. herra íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, svaraði símskeytinu með samúðarskeyti til ættingja og samverkamanna séra Jónasar, er ritari kom til skila. pá voru allir nefndarmenn viðstaddir jarðarförina, er sökum fjarlægðar gátu komið því við, og flutti ritari þar nokk- ur kveðjuorð fyrir hönd stjórnarnefndarinn- ar. Er kveðjan birt í þessum árgangi Tíma- ritsins. Á næsta fundi eftir andlát séra Jónasar valdi nefndin I sæti hans fyrverandi forseta og nefndarmann, hr. Jón J. Bíldfell. Á miðju sumri varð nefndin fyrir öðrum missi mjög tilfinnanlegum með burtför vara- forseta félagsins, séra Ragnars E. Kvarans, er lagði af stað 16. ágúst, ásamt fjölskyldu sinni, alfarinn til Islands. Hefir séra Ragnar setið í framkvæmdarnefnd félagsins lengst af síðan hann kom til þessa lands og skipað for- seta- vara-forseta eða ritara embætti mestan þann tíma. Er hann allra manna kunnug- astur málum félagsins, var hinn framtaks- mesti og ráðhollasti embættismaður og verð- ur erfitt að gera grein fyrir þeirri þakklætis- skuld, sem félagið stendur I við hann. Ef oss að honum svo mikil eftirsjá, frá starf- semi félagsins, að vér viljum naumast hætta oss út I að reyna að skýra frá því, auk þess sem hann var oss sumum hinn ágætasti vinur, en það mál heyrir oss til heimuglega, fremur en sem forstöðunefnd félagsskap- arins. Sæti skipaði hann 1 Heimfararnefnd félagsins, allan þann tíma sem nefndin starf- aði,—um nokkurn tima sem ritari nefndar- innar, og vara-formaður, og hefði þess séð skjótan stað ef hans hefði þar eigi notið við. pakklæti félagsins reyndi nefndin litil- lega að tjá honum fyrir alt hans góða og þýðingarmikla starf, við skilnaðarsamsæti. sem söfnuður hans hélt þeim hjónum I kirkju Sambandssafnaðar 14. ágúst. Mælti hr. Árni Eggertsson þar nokkur orð að til- mælum nefndarinnar, til þeirra hjóna að skilnaði. Snemma á þessu hausti varð hr. Jón J. Bíldfell að hverfa úr bænum um tíma, var þá nefndin enn á ný forsetalaus. Fóru þá nefndarmenn fram á það við hr. Ásmund P. Jóhannsson að hann skipaði forsæti í nefnd- inni, og varð hann við þeim tilmælum, og hefir ásamt nefndarmönnum sínum undir- búið þetta þing. parf eigi, í því efni, að benda á dugnað hans og fyrirhyggju sem alkunn er. Pá tók hann og að sér aug- lýsingasölu fyrir Timaritið, verk, sem hann einn gat af hendi leyst, eins og sakir standa, svo sem raun hefir á orðið. Ritari gerði að nokkru leyti ferð vestur til Vatnabygða I útbreiðslu erindum félags- ins og flutti þar tvö erindi á samkomum er deildin “Fjallkonan” I 'Wynyard og deildin “Iðunn” I Leslie stóðu fyrir. Gat fyrra erind- ið fimtán ára afmælis fullveldisins á Islandi” en hið slðara vék að “Framtlðarhorfum Is- lenzkra félagsmála.” Féhirðir félagsins, hr. Árni Eggertsson tók einnig þátt I þessum samkvæmum og hvatti fólk til inngöngu I félagið.—Ekki þarf að taka það fram að verk þessi hafa verið unnin félaginu að kostnaðarlausu. Ellefu fundi hefir nefndin setið á árinu, og tekið til meðferðar flest þau mál, er þingið fól henni á síðastl. vetri. Hafa þau haft sæmilegan framgang, sem frá mun verða skýrt á þinginu. Samvinna hefir ver- ið góð og trúin á framtfð og nytsemi félags. skaparins verið örugg og eindregin. Winnipeg 20. febr. 1934. Rögnv. Pétursson, ritari. Árni Eggertson gerði tillögu og próf. Richard Beck studdi að skýrslan sé við- tekin. Samþykt. Var þá útbýtt fjármála- og eignaskýrsl- um félagsins prentuðum. Árni Eggertson, féhirðir las skýrslu sxna, og gerði S. B. Benediktsson tillögu og H. Gíslason studdi, að hún sé viðtekin. Samþykt. Jónas Thordarson las upp slna skýrslu sem fjármálaritari og skýrslu skjalavarðar. Hér fylgir Skýrsia fjármdlaritara. Á þingi pjóðrœknisfélagsins, 20. febr. 1934 Herra forseti og þingheimur! Fjármálaskýrsla sú, er nú hefir útbýtt verið sýnir hag félagsins á árinu 19 33 og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.