Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Síða 142
124
Tímarit Þjód'rœknisfélags íslendinga
til eflingar viðhaldi íslenzks þjóðernis hér í
álfu.
5. Jafnfi'amt vill nefndin vekja athygli
vestur-Islenzkra námsmanna, sem hafa í
huga, að starfa sérstaklega meðal þjóð-
flokks vors hér I álfu, eða stund ætla að
leggja á íslenzkar fræðigreinar, á þvl að
þeim myndi gagnlegt að verja að minsta
kosti eins árs tíma til framhaldsnáms I þeim
fræðum við Háskóla íslands.
21. febrúar, 1934.
Rögnv. Pétursson Friðrik Dalman
Mrs. Ásta Brickson Björg Skagfjörð
Richard Beck.
Séra Guðm. Árnason lagði til og Margrét
Byron studdi að álitið sé tekið fyrir lið fyrir
lið. Samþykt.
1. liður: Séra Guðm. Árnason lagði til
og Margrét Byron studdi, að þessi liður sé
viðtekinn eins og lesinn. Samþykt.
2. liður: Árni Eggertsson gerði tillögu og
Páll Guðmundsson studdi að liðurinn sé
samþyktur eins og lesinn. Samþykt.
3. liður: Tillögu gerði séra Guðm. Árna-
son studda af Margréti Byron að liðurinn sé
samþyktur eins og lesinn. Samþykt.
4. liður. Um þenna lið álitsins urðu
talsverðar umræður. Ásgeir Bjarnason
gerði tillögu og Sig. Vil'njálmsson studdi að
þessi liður sé feldur úr nefndarálitinu.
Með tillögunni mæltu þeir Sig. Villijálms-
son, J. J. Bíldfell, Ásg. Bjarnason, Ásm. P.
Jóhannsson og séra Guðm. Árnason, en á
móti töluðu dr. Rögnv. Pétursson og J. P.
Sólmundsson.
Var þá gengið til atkvæða, og greiddu 32
atkvæði með tillögunni, að fella liðinn úr, en
15 á móti.
5. liður: S. B. Benediktsson lag'di til og
Páll Guðmundsson studdi að liðurinn sé sam-
þyktur eins og lesinn. Samþykt.
Ásm. P. Jóhannsson lagði til og A. Egg-
ertson studdi að álitið sé samþykt I heild
með gerðum breytingum. Samþykt.
Bókasafnsmál
Nefnd sú, sem skipuð var á ársþingi
pjóðræknisfélags Islendinga I Vesturheimi
þann 20. febrúar 1934, til að Ihuga bóka_
safnsmálið, leyfir sér að leggja fram eftir-
farandi tillögur I því máli.
par sem það er álit vort, að bókasöfn séu
einn sterkasti og áhrifamesti hlekkurinn I
þjóðrækniskeðjunni hér vestan hafs, þá
leggjum vér til:
1. Að pjóðræknisfélagið leggi alt mögu-
legt kapp á, að mynda ný bókasöfn og auka
þau söfn, sem nú eru félaginu tilheyrandi,
með bókakaupum og að fá menn til að eftir-
láta félaginu söfn sín, eftir þeirra dag eður
fyr ef hægt er.
2. Að þar sem svo stendur á, að fleiri
en ein bók af sömu tegund er I einhverju
safni félagsins, þá verði séð svo um, að
þeim sé dreift milli safnanna.
3. Að gerð sé gangskör að því, að hin
ýmsu lestrarfélög, sem nú þegar eru, eður
kunni að verða I framtíðinni sambandsfélög
pjóðræknisfélagsins fái tækifæri á að skift-
ast á bókum, á þann hátt, að sendar séu
bækur frá einum stað til annars til lesturs,
undir einskonar miðstjjórn, er hafi stöð slna
I 'Wmnipeg, samkvæmt því fyrirkomulagi
sem stjórnarnefnd pjóðræknisféiagsins kann
að álíta heppilegast.
4. Að stjórnarnefnd pjóðræknisfélagsins
gangist fyrir því, að til arðs fyrir hvert
bókasafn I hinum ýmsu bygðarlögum sé
haldin ein arðberandi samkoma á ári hverju
og að stjórnarnefndin aðstoði við þau sam-
komuhöld eftir mætti.
5. Að þingið veiti stjórnarnefndinni
heimild til að veitja fé árlega til viðhalds á
bókum félagsins eftir því sem stjórnar-
nefndin sér við þurfa.
6. Að netto andvirði Tímarits pjóðrækn-
isfélagsins sem kann að seljast á íslandi sé
varið sem mest til nýrra bókakaupa.
7. Að bókasafn félagsins sé sem mest
undir umsjón og gæzlu sérstakra nefnda,
sem starfi I samráði við stjórnarnefnd fé-
lagsins eður deilda þeirra, er þau kunna að
heyra undir.
8. Að hverju bókasafni sé komið fyrir á
sem heppilegastan stað, þar sem fólk, er
þau vilja nota, eigi sem hægastan aðgang að
Þeim.
G. P. Magnússon Halldór Gíslason
Jónas Jónasson.
Nefndarálitið lesið af G. P. Magnússon.
Tillögu gerði Ari Magnússon og Sig. Vil-
hjálmsson studdi að álitið sé íhugað lið fyrir
lið. Samþykt.
1, liður:—Ásg. Bjarnason lagði til og