Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 33
IndriÖi Einarsson
15
Fyrst um sinn lagði liann leik-
ritaskáldskapinn með öllu á hill-
una. Samur var þó áhuginn fyrir
leiklistinni. Þannig gekkst hann
með öðrum fyrir leiksýningum
veturinn 1881-82. Þeir léku þá á
Skandínavíu “Æfintýri á göngu-
för”#) (14 sinnum) Nýjársnótt-
ina (8 sinnum) og “Milli bardag-
anna” eftir Björnson (5 sinnum) í
þýðingu er þeir Indriði og Jón
Ólafsson gerðu. Auk þess nokkra
smáleiki, danska. Var góður róm-
ur gerður að leik þeirra.**)
Tveim árum síðar ætluðu þeir
Indriði og Kristján Ó. Þorgríms-
son að stofna til leikja, en þá fengu
þeir livorki húsnæði né leyfi hæj-
arstjóra, har liann við fátækt hæj-
arbúa eftir liörðu árin, er liófust
1882. Svona var andrúmsloftið
fyrir leiklist í Beykjavík það herr-
ans ár! En er leið fram undir lok
áttunda tugar aldarinnar létti
kreppunni, og landsmenn fóru að
rétta úr kútnum. Þetta sýndi sig
meðal annars á sviði leiklistarinn
ar. Einkum batnaði hagur hennar
eftir 1888, er Goodtemplarar höfðu
komið sér upp myndarlegu sam-
komuhúsi með leiksviði, sem tók
fram öllu eldra húsrúmi, er kostur
hafði verið á. Eflaust hefir Indriði
liaft hönd í bagga með þeirri
stefnu Goodtemplara að revna að
draga menn frá solli og drykk með
saklausum skemtunum eins og
sjónleikjum. En á síðustu árum
*)Um “ÆfintýriC” sjá Leikendaskrá Leikfél.
Rvíkur 2. 1932-33. par segir, að þetta væri
í fyrsta skifti, að leikurinn væri sýndur í
ísl. þýðingu eftir Jónas Jónasson. Síðar
þýddi I. E. leikinn og hefir sú þýðing orðið
vinsæl á íslandi.
**)pjóðólfur 25. febr. 1882.
áttunda tugarins fóru mörg félög
að fást við leiksýningar með ólíkri
vandvirkni og misjöfnum á-
rangri;*) fóru þá að heyrast radd-
ir um það í blöðunum, að öiÆænt
myndi um íslenzka leiklist, nema
menn tækju sig' til og semdu alís-
lenzk rit fyrir leiksviðið. Raunar
hafði Matthías Jochumsson löngu
áður sett þá kröfu fram (26. febr.
1879) í Þjóðólfi: “Ef dramatisk
konst á ekki að verða til tómrar,
ef ekki tvíræðrar skemtunar, ef
hún á að verða list, sem mentar,
fegrar og fullkomnar þjóðlífið —
eins og öll konst á að gjöra — þá
verða menn að læra að leika sitt
eigið þjóðlíf.”
En þessar hræringar vöktu nýj-
an áhuga eins og sýndi sig í því, að
15. febrúar 1890 flutti Isafold svo-
liljóðandi auglýsingu: “Þjóðlegt
leikrit! 500 kr. verðlaun! Félag
eitt í Reykjavík býður 500 kr. verð-
laun fyrir nýtt, vel samið íslenzkt
leikrit í 3—5 þáttum, sem verið er
hérumbil þrjár klukkustundir að
leika.” Átti leikritið að vera um
efni úr sögu eða daglegu lífi þjóð-
arinnar og vera afhent Isafold fyr-
ir lok næsta októbermánaðar. Hug-
myndina að þessum verðlaunum
átti Þorlákur Ó. Johnson, og fékk
hann 20 menn í félagið með sér,
þar á meðal þá Björn Jónsson og
Indriða, og standa nöfn þeirra
undir auglýsingunni. En er í ein-
daga var komið, hafði komið inn
eitt nauðlélegt rit, var því frestur-
inn lengdur enn um ár (til 31. okt.
1891). Komu þá inn fjögur rit
“tvö fráleit að efni og- formi, af
•*)Sbr. “Sjónleikar í Reykjavík” eftir I. E.
Reykjavík 29. marz, 11. apr. 1900.