Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 113
Risar og skessur fyrrum og nú
Eftir Steingr. Matthíasson.
1 fornsögum vorum er oft getið
um menn, sem voru miklir vexti og
miklum mun sterkari en fólk flest.
En stundum er þar ofið inn ótrú-
legri sögum um jötna og' risa,
bergrisa og berserki, sem allir
voru að skapnaði mönnnm líkir, en
svo miklu stærri og sterkari, að
þeir gátu ekki kallast. menskir
menn. Mest ber þó á slíkum furðu-
sögum í Fornaldarsögum Norður-
landa, en seinna mynduðust stöð-
ugt þjóðsögur um sviplík tröll, alt,
fram á vora daga.
í fornsögum allra landa, forn-
aldarsögum og' þjóðsögum koma
fvrir alveg samskonar sagnir og'
æfintýri, um risa og skessur, eins
og' hjá okkur.
E'ru nú þessar algengu sögur og'
■sagnir uppspuni tómur?
Hefur þetta liyski þá aldrei ver-
ið til?
Jú og nei. -—Sjaldan lýgur al-
mannarómur; þ. e. a. s. alveg upp
frá rótum.
Ef risar og skessur hef ðu nokkru
sinni verið mjög' áberandi lands-
lýður í heiminum eða í nokkru
landi, þá er trúlegt, að einhverjar
menjar liefðu fundist því til stað-
festingar. En svo er ekki.
Þegar fyrst fór að vitnast um
ýmsa fornmenjafundi með stein-
runnum beinum og' beinagrindum,
oft ferlega vöxnum, þá var því trú-
að, framan af, að þar væru bein úr
risum og skessum, sem farist hefðu
í Nóaflóði. Og' klerkar féllust á,
að svo væri, því það kom lieim við
frásögu Bitningarinnar um, að ris-
ar hefðu verið til. En snjallir nátt-
úrufræðingar komu til sögunnar
og' sýndu liið sanna samhengi, þ. e.,
að hér væru menjar dýra, sem nú
væru löngu útdauð, og' niðurstað-
an varð, að engin af þessum bein-
um gátu lieimfærst sem risabein.
Stórvaxnir og' sterkir menn hafa
verið til á öllum öldum og' eru á
meðal vor enn þann dag í dag. Og
við vitum nú, að mikill líkamsvöxt-
ur er oft arfgengur, og' að nokkuð
má efla hann með vitrum ráðum;
og' enn fremur, að þjálfa má vöðva
og' limi, svo að mönnum er að vissu
leyti í sjá'lfsvald sett, að verða all-
mikið öðrum fremri að afli og' lík-
amsburðum.
Risar hafa einnig verið til frá
fornu fari og' eru til enn. En þeir
eru þó mjög sjaldséðir, og nú á
tímum líta læknar svo á, að risar
séu að vísu menskir menn, en ekki
heilbrigðir. Ofvöxtur er í þeim, og
er að kenna sjúkum kirtlum, sem
valda ósamræmum líkamsvexti.
Tveir slíldr risar eru nú uppi
meðal Islendinga og' vill svo til, að
báðir þjóðarpartarnir, sá eystri og
sá vestri, eiga sinn risann hvor,
þ. e.: þá Jóhann Pétursson frá
Ingvörum í Svarfaðardal (sem er
220V2 sentímetra hár og vegur 139
kílógi'ömm) og' Gunnar Envin
Johnson (sonur Jóhannesar Krist-
jánssonar Jónssonar, Bergþórs-
sonar frá Öxará í Bárðardal, 8 fet