Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 46
28
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
Eg veit þaS sumt, en sumt er vafið reyk.
Frá Jahve eitt sinn kom það kærleiks bo'S:
Menn, elskið ySar fjendur! BlessiS þá
sem bölva ySur mest! Ef sjálfur hann
þeim lögum vildi fylgja, er leggur bann
öSrum á herSar, sigrar alkærleikinn
og altilveran sameinast í sátt,
en englar og sálir halda leystar heim.—
Bins og' fvrr er styrkur IndriSa
hér í byg'gingu leiksins og' sýning-
unum; einna áhrifamestur er ann-
ar þáttur meS særingunum í Berg-
hyl. Þó eru sumar persónurnar
ágætar, eins og Þorgeir prestur og
HlaSgerSur. BæSi særingarnar og
danskvæSin eru ágætlega stæld
eftir fyrirmyndum hjá Ólafi Dav-
íSssyni (Islenzkar gátur, skemtan-
ir, vikivakar og þulur. 1887-1903).
“Dansinn í Hruna” var leikinn
í Reykjavík af Leikfélaginu 26.
desember 1925 og síSan, alls 17
sinnum um veturinn.*) ViS frum-
leikinn á annan í jólum var skáld-
inu fagnaS meS dvnjandi lófa-
klappi og stóreflis blómsveig; en
sókn var síSan ágæt aS leiknum,
þrátt fyrir þaS, þó blöSin teldu, aS
LeikfélagiS hefSi aS sumu leyti
reist sér liurSarás um öxl meS sýn-
ingu hans. — Óskandi væri aS liinn
aldurhnigni höfundur lifSi þaS aS
sjá leikinn enn á ný ganga yfir sviS
hins nýja íslenzka þjóSleikhúss.
“Dansinn í Hruna” er síSasta
leikrit IndriSa, en þó á liann enn
eitthvaS í skrifborSs-skúffu sinni
bæSi frá eldri og yngri tímum, þar
á meSal heilt leikrit um Jörund
*)Sbr. leikskrá Leikfél. Rvlkur XXII: 3
(1925-26), og blöðin: Mbl. 29. des. 1925;
Alþbl. 2. jan. 1926; VörSur 4. jan. 1926.
DagblaCið 24., 28. des. 1925, 27. jan. 1926.
liundadagakóng, hvort sem honum
lízt aS birta þaS eSa ekki.
VIII.
Ekki má skiljast svo viS sögu
IndriSa aS ekki sé rakin önnur
störf hans, einkum í þágu leiklist-
arinnar á síSuötu áratugum æfi
lians. Þau greinast aSallega í tvo
flokka: þýSingar á erlendum leik-
ritum fyrir hiS íslenzka leiksviS
og störf til undirbúnings þjóSleik-
húss-byggingar. En auk þess má
nefna liér þaS, aS liann liefir um
langt skeiS safnaS gögnum til sögu
leiklistarinnar á Islandi, t. d. hefir
hann meS eigin hendi haldiS dag-
bækur Leikfélagsins*) frá uppliafi
til 1930, safnaS öllum leikskrám
þess í bundnar bækur og skrifaS
ítarlegar blaSagreinar um þaS og
leiklistina í landinu. Merkastar
]>essara greina eru “Leikfélag
Reykjavíkur þrítugt” Lögrótta 24.
marz 1927 og “Leikfélag Akureyr-
inga” ÓSinn (1927) 23:40-47. Hér
má og nefna. dánarfregn eftir frú
Stefaníu GuSmundsdóttur, Vísi
8. febrúar 1926. 1 því sambandi
má einnig minna á þaS aS liann
hefir skrifaS fjölda æfiminninga
(einkum í Vísi 1926 og síSar)
manna, sem hann hefir þekt á sinni
löngu æfi. Þessar dánarminningar
liafa sérstakt gildi fyrir þaS, aS
IndriSi liefir einstakt lag á því aS
bregSa upp svipleiftrum úr lífi
mannanna er lýsa þeim betur en
langar ritgerSir.
Þess er áSur getiS, aS hann
þýddi fyrir aldamót“ Milli bar-
*)Acta Leikfélag Reykjavfkur frá 18. des.
1897—1. júnf 1930.