Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 103
Armann frændi
85
man, aS eg spurði hann oft um eitt
og' aimað viÖvíkjandi Oswalds-
hjónunum (tilvonandi húsbændum
mínum). Hann sagði að þau væri
hin mestu heiðurshjón, að herra
Oswald væri alúðarvinur sinn, og
að þeir liefðu verið leikbræður í
æsku.
“Þér mun aldrei leiðast hjá þeim
góðu hjónum, ” sagði Miller oft og
einatt við mig á leiðinni. ‘ ‘ Og svo
er líka Islendingur í Dartmouth,”
sagði hann einu sinni, “og hann
getur þú fundið við og við og talað
við hann íslenzku.”
“Hefirðu séð liann?” spurði eg.
“Nei. En eg hefi oft heyrt talað
um hann.”
“Veiztu livað hann heitir?”
spurði eg.
“Nei, ekki veit eg það. En eg
hefi lieyrt að hann sé góður smið-
ur, og að liann hafi bækistöð sína
hjá Allan Archibald járnsmið. Og
í Dartmouth er hann kallaður:
íslendingurinn lians ArchibaJds.”
“Eg hefi heyrt að í Dartmouth
sé íslendingur, sem heitir Ar-
mann,” sagði eg.
“Það er vafalaust sami maður-
inn,” sagði Miller, því að í Dart-
mouth er víst ekki til nema að eins
einn fslendingur, nú sem stendur. ’ ’
Við Mark Miller vorum tvo daga
á leiðinni frá nýlendunni til Dart-
mouth. Sú vegalengd er um fimtíu
mílur enskar, eða rúmlega það.
Við vorum nætursakir á góðu
bóndabýli skamt frá litlu kauptúni
nálægt Grand Lake. Þar fengum
við gott að borða og sváfum í góðu
rúmi, en þar dreymdi mig leiÖin-
legan draum. Mér þótti að Bleikur
(he.sturinn okkar) fælast með okk-
ur og hlaupa fram á liáa liamra við
sjóinn, og var eg svo hræddur í
svefninum, að eg hrökk upp og
varð andvaka. Um morguninn
sagði eg Miller drauminn. Hann
brosti og sagði góðlátlega, svipuð
orð og Sturla Sighvatsson forðum:
“Ekki er mark að draumum.” En
draumurinn var efst í huga mín-
um allan daginn og hafði slæm á-
hrif á mig, því að eg þóttist viss
um, að Bleikur fældist með okkur,
eða þá að eitthvert annaÖ óhapp
kæmi fyrir okkur á leiðinni til
Dartmoutli. Eln það kom ekkert
fyrir okkur á þeirri leið, og náðum
við með lieilu og höldnu til bæjar-
ins um klukkan sex um kvöldið. Þá
var köld og ömurleg þoka af liafi
að læðast inn Halifax-fjörðinn, og
fanst mér því í fyrstu bærinn
fremur skuggalegur og landið um-
hverfis alt annað en skemtilegt.
Og er þar þó fögur útsýn, þegar
bjart er, einkum á sumrin.
En þegar við komum að liúsi
Oswalds-hjónanna — það var um
hálfa mílu enska frá bænum — þá
greip mig alt í einu einhver óróa-
semi og undarlegur kvíði, því að
mér sýndist húsið vera svo leiðin-
legt og skuggalegt og fráhrind-
andi. Aður en eg lagði af stað að
heiman, og eins á leiÖinni, hafði eg
gjört mér það í hugarlund, að hús
þetta væri mikið og glæsilegt; en
nú sá eg að það var alveg Hið gagn-
stæða. Það var að vísu nokkuð
.stórt, en fornfálegt og af sér geng-
ið. Það stóð eitt og afskekt í
djúpri kvos niÖur við sjóinn, og á
milli þess og bæjarins var all-hár
og hrjóstrugur hóll, sem mér fanst
mjög leiÖinlegur, einkum vegna