Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 47
Indriði Einarsson
29
daganna” (með Jóni Ólafssyni),
“ Víkingana á Iiálogalandi” (með
E. Ó. Briem) og “Æfintýri á
gönguför. ”*) “Álfliól” (Elver-
liöj) eftir J. L. Heiberg mun.hann
og hafa þýtt snemma á árum, því
hann talar um að vandi hafi verið
að þýða vísurnar, þar eð flestar
Reykjavíkur stúlkur liafi kunnað
þær og sungið með gítar-undir-
spili.#*) Vísurnar voru prentað-
ar 1912 ásamt hlutverkaskrá, þeg-
ar Leikfélagið lék leikinn. Miklu
síðar þýddi liann “Kinnarhvols-
systur” eftir Carsten Haueh, fyrst
teknar upp af Leikfélaginu vetur-
inn 1910-11, og enn miklu síðar
“Dvölina hjá Schöller,” gaman-
leik eftir Carl Laufs, er leikinn var
fyrst haustið 1925.
En langmerkastar eru þó vafa-
laust þýðingar hans af leikjum
Shakespeares, er liann tók að
vinna að 1922, til þess að þjóðleik-
húsið liefði þær við hendina er það
tæki til starfa. 1 því skyni reyndi
hann að gera þýðingarnar svo úr
garði að þær væri auðmæltar fram
á leiksviði, en í því atriði þótti
lionum hinum eldri þýðingum helzt
áfátt, einkum þýðingu Eiríks
Magnússonar af Storminum. En
þessa leiki hefir liann þýtt:
*)Prentað t Rvtk (G. Gamaltelsson) 1919;
en “Söngvar og hlutverkaskrá úr Æfintýri
á gönguför eftir C. Hostrup" var prentað í
Rvík (Gutenberg) 1913.
**)Bréf 4. okt. 19 34. “Kvæði úr Alfhðl J. L.
Heibergs.” pýtt hefir Indriði Einarsson.
Gutenberg, 1912.
1. “Þrettándakvöld” (Twelfth Night).
2. “Sem y'Öur þóknast” (As You Like It)
3. 4. “Henrik konungur, IV. Söguleikur,
I. og II. partur.”
5. “Kaupmaöurinn í Feneyjum” (Mer-
chant of Venice).
6. “Jónsvökudraumur” (M i d s u m m e r
Night Dream).
7. “Vetraræfintýriö” (Winters Tale).
8. “Mikil fyrirhöfn út af engu” (Much
Adoo About Nothing).
9. “Július Cæsar. Sorgarleikur.”
10. “Líf og dauöi Richard konungs III.”
11-13. “Henrik konungur VI. I.-III.
partur.”
14. “Cymbeline.”
Af þessum fjórtán leikjum hafa
tveir verið leiknir. “Þrettánda-
kvöld ’ ’ var leikið á 362 ára afmæli
Sliakespeares 23. apríl 1926, og var
það í fyrsta sinn að leikur eftir
hann var sýndur á Islandi, enda
vel til sýningarinnar vandað.*)
Gekk það alls 14sinnum. Yeturinn
eftir var “ Yetraræfintýri” tekið
upp á annan í jólum (26. des. 1926)
og gekk alls 16 sinnum,**) en síð-
an hafa báðir þessir leikir verið
leiknir nokkrum sinnum, þótt bér
verði ekki rakið.
Sama árið og “Nýjársnóttin”
kom út — 1907 — skrifaði Indriði
grein í Skírni (81:142-156), sem
liann kallaði “þjóðleikhús” og þar
sem liann í fyrsta sinn, svo eg viti,
vekur máls á því, að íslenzka þjóð-
*)Sbr. leikskrá Leikfél. Rvíkur XXII: 5
(1925-26) með ritgerðum um Shakespeare,
leikhús á hans dögum, Söngvum úr “Prett-
ándakvöld,” o. fl.
**)Sbr. leikskrá Leikfél. Rvíkur XXIII:4
(1926-27), með söngvum úr “Vetraræfin-
týri” o. fl. Sbr. og Vísi 23. des. 1926 (eftir
I. E.).