Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 32
14
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
ir Island” og lagði með þeim
gTundvöllinn að vísindalegri hag-
fræði landsins.*) Auk þess lagði
liann af meiri þekkingu en flestir
aðrir orð í belg um fjárhagsmál
landsins, hæði þegar Landsbank-
inn var stofnaður (1885) og ekki
síður þegar Islandsbanka var kom-
ið upp 1904; en stofnun þessara
banka hafa verið einhverjir hinir
afdrifamestu atburðir í hagsögu
Islendinga á sínum tíma. Hér
verður að nægja að benda á hinn
drjúga þátt, sem Indriði mun liafa
átt í lienni. Hvorki verða hér rak-
in þingmenskustörf hans*#) né af-
skifti lians af hindindismálunum;
þess má þó g'eta að 1886 var liann
einn af stofnendum Stórstúku ls-
lands og síðan ávalt einn af leið-
andi mönnum hennar. Sjálfir
templarar telja Indriða höfund
bindindispólitíkurinnar á íslandi,
og má um það alt vísa til blaðs
þeirra 'Templars 31. jan. 1904.
Indriði var sjálfur ritstjóri þess
blaðs eitt ár (3. árg. 1888); liann
gaf og út 1. og 4. ár af “Þingtíð-
indum Stórstúku Islands.” Minna
má og á starf Indriða fyrir Stú-
dentafélagið í Reykjavík; skrifaði
hann sögu þess er það varð 50
ára.*”)
Árið 1880 kvæntist Indriði
Mörtu Pétursdóttur organleikara
*)1882-98 I C deild Stjórnartíðindanna,
1899-1912 sérstaklega. Af ritgerðurn í
landshagsskýrslunum má nefna “Yfirlit yfir
mannfjöida, fædda og dána á 19. öldinni.”
Sérpr. Rvfk. 1904.
**)Hann var um eitt skeið þingmaður Vest-
mannaeyja.
***) 1871—14. nóv.—1921. Stúdentafélagið í
Reykjavík 50 ára. Reykjavík, Guðm. Gam-
alíelsson, 1921.
(fuðjónssonar, og eignuðust þau
brátt fult hús barna; dætur sex:
Efemíu, (ruði*únu, Emilíu, Láru,
Mörtu og Ingibjörgu og tvo sonu:
Einar og Jens eða Grunnar, er háð-
ir hafa tekið sér ættarnafnið Yið-
ar. Þessi hörn liafa erft söngelsku
úr móðurætt, en áhuga á leikment
úr föðurættinni. Flest munu þau
hafa einliverntíma leikið, og þegar
“Nýjársnóttin” yngri var leikin
1908, léku í henni a. m. k. fjórar,
sumir segja fimm, dætur Indriða.
Efemía giftist Jens B. Waage, ein-
hverjum bezta leikara á sinni tíð,
þeirra sonur er Indriði Waage,
einn hinn ötulasti starfsmaður
leikfélagsins í seinni tíð. Guðrún
náði meiri frægð á leiksviði en
nokkur íslenzk kona önnur en
Stefanía Guðmundsdóttir. Hana
átti Páll Steingrímsson ritstjórd
Vísis og leikritahöfundur. Lára
giftist Pétri Bogasyni, lækni í
Danmörku, Marta Birni Pálssjmi
(Kalman), Ingibjörg Ólafi Thors,
en Efmilía er ógift. Einar átti
Katrínu Norðmann, en um Gunn-
ar er mér ókunnugt.
IV.
Það væri lítil furða, þó að mað-
ur, jafn önnum kafinn og Indriði
var eftir 1880, hefði lítinn tíma af-
gangs lianda skáldgyðjunni. Á
fyrstu árum hans heima sáust þó
stöku sinnum kvæði eftir liann í
blöðunum ;#) ensjálfur segist hann
hafa liætt með öllu að yrkja — það
er að segja: kvæði — er Einar
Benediktsson hóf skáldskap sinn.
*)T. d. “Barðið mitt,” Skuld 7/7 1877;
“Stökur,” Skuld 11/10 1879; “Undir snjó,”
Skuld 2/7 1880; “Hárið rauða,” Skuld
21/8 1880. Ekki er vist að hér komi öll
kurl til grafar.