Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 68
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
50
saman um, að leiðrétta átta ára
hringdnn hvenær sem nauðsyn
krefði, til þess að halda við jafn-
vægi milli tímatalsins og gangs
himintunglanna. En þá fyrst komst
verulegur glundroði á tímatalið,
bæði sökum skeytingarleysis og'
vanþekkingar þeirra, .sem þar um
áttu að sjá.
Þótt hér liafi sérstakleg'a verið
skýrt frá þeirri baráttu, sem
Grikkár áttu í, meðan þeir fóru
eftir tunglinu með sitt tímatal, þá
var reynzla annara þjóða í því efni
engu betri. Rómverjar, t. d. urðu
svo mikið ‘ ‘ á undan tímanum, ’ ’ að
vorjafndægrið, sem féll á 25 marz
í tíð Núma konungs (715-672 f.
Kr.) var komið fram í júní á
fyrstu öld fyrir Krist. Þegar
Júlíus Cesar endurbætti tímatal
Rómverja, þá jók liann 90 dögum
í árið 47 f. Kr. svo að vorjafn-
dægrið skyldi aftur lenda á 25.
marz. 1 þessu ári voru 455 dagar
og mun vera hið lengsta ár, sem
sög'ur fara af.
Tunglöld Metons. Gyllinital.
Á fimtu öld f. Kr. var uppi á
Grikklandi maður að nafni Meton.
Meton þessi var nafnkunnur á
sinni tíð og stjarnvitringur mikill.
Gang himintungla athugaði liann
með stakri nákvæmni í fleiri tugi
ára. Með atliugunum sínum leiddi
hann í ljós, að tungl kviknar alla-
jafna á sama dag, einu sinni á
hverjum 19 sólarárum. Hann fann,
ennfremur, að það verða 235 tungl
á þessu tímabili, en það gerir 12
tungl á ári og 7 að auki. Þessum
7 aukatunglum var nú dreift yfir
19 ára öldina þannig, að 3., 5., 8„
11., 13., 16. og 19. ár hafði 13
tunglmánuði, en hin öll 12 mánuði.
Nú var það þegar kunnugt, að
tunglaldurinn er ofurlítið meira en
29Vi dagur. Reiknaðist Meton svo
til, að réttast mundi að láta 125
tungl af liverjum 235 liafa 30 daga
en 110 liafa 29 daga. Þessi 19 ára
tunglöld Metons var þegar í stað
viðtekin á Grikklandi, og fluttist
svo þaðan, nokkuð löngu síðar til
Rómverja, en frá þeim aftur út um
alla Evrópu 0g hinn kristna lieim.
Eftir þessari tunglöld hefir verið
farið með allar tunglkomur, nálega
fram á vora daga, eða þangað til
að stjörnufræðinni liafði farið svo
fram, að menn gátu reiknað út
tunglkomur og tunglfyllingar upp
á klukkutíma og mínútur. Þó er
enn farið eftir Metons tungli með
páska í hinni kristnu kirkju.
Hvert ár tunglaldar hefir á ís-
lenzku verið nefnt gyllinital (lat.
aureus numerus). Þetta nafn sézt
fyrst í rómverskum ritum (tíma-
talsskrám) um 530 e. Kr. Segja
sumir, að nafnið muni þannig til-
komið, að klerkar urðu að vita ár
tunglaldar til þess að ákveða
páska; var tala hvers tunglaldar
árs þeim þessvegna gullvæg í því
tilliti.
Fyrsta ár eftir Ivrist var 2. ár
tunglaldar. Er því auðvelt að
finna gyllinital hvers árs með því
að hæta einum við ártalið og deila
svo með 19, afgangurinn er gyllini-
tal þess árs; ef ekkert gengur af,
er gyllinitalið 19. Formálinn verð-
ur þannig':