Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 114
96
Thnarit Þjóðrœlcnisfélags íslendinga
214 þuml. á liæð, vegur ca.
32414 pund) fæddur 3. sept. 1906,
við Sinclair í Manitoba (Pipestone
nýlendu).
“Þegar eg er orðinn stór,” sögð-
um við börn, og hlökkuðum til. Við
vildum verða hvert öðru stærra.
Eg, fyrir mitt leyti, hefði gjarnan
kosið að verða 6 álnir 0g ein spönn,
eins og Oolíat. í öllu falli var
gaman að geta orðið jafnhár Grími
í Oddhól, en hann var hæsti maður
í sveitinni þar sem eg ólst upp, og
fór orð af, að liann mundi jafn-
framt vera sterkastur. Þar var
ekki leiðum að líkjast! Þegar hann
gekk um bæjardyrnar, þurfti liann
að beygja sig, og’ inni í stofu mátti
hann vara sig á bitunum í loftinu.
Þetta þótti mér og’ mínum líkum
öfundsvert í þá daga.
Á vissu reki þykir flestum
drengjum einna skárst brag’ðið að
öllum tröllasögum 0g sögum af
stórum mönnum og’ sterkum. Eg
man fátt, sem skemti mér meira
en sagan af Grulliver í Putalandi
og’ saga Þórs og títgarða-Loka og
þess konar öfgasögur.
Okkur er öllum meira eða minna
í blóð borin virðing fyrir og eftir-
sókn eftir öllu stórgerðu og mikil-
fenglegu. Allir vildum við dreng-
ir verða liáir, gildir og knáir, —
margra manna makar.
Xáttúrufræðingar s e g j a : Á
bernskuskeiði endurtekst, eins og í
stuttu ágripi, þróunarsaga for-
feðra vorra. Yið upplifum þeirra
villimannalíf, veiðimannalíf, stein-
aldarmenningu, hirðingjaflakk og
landbúnað.
Þessi endurtekning fyrra liátt-
ernis, er í samræmi við sviplík fyr-
irbrigði í fósturlífi manna. Fóstrið
tekur ýmsum myndbreytingum,
sem eins og endurspegla þróun for-
feðranna gegnum þúsundir umlið-
inna alda. Framan af líkist manns-
fóstrið hinum lægstu lífverum, en
smám saman verður það burðugra
og fjölbreyttara. Á einu stigi er
það bjúgmyndað, seinna eins og
ormur í laginu, seinna líkist það
fiski, seinna verður það eins og
skriðdýr og seinna enn líkist það
ýmsum spendýrum, þar til loks
mannsmyndin kemur greinilega í
ljós.
Á villimannastigi eru börnin
herská, g'jöra sér vopn og’ vilja
eiga í erjum livert við annað, eða
veiða dýr og fugla. 1 þessum leikj-
um þeirra endurtekur sig í mein-
litlu æfintýri, áralanga villimanna-
stigið forfeðranna, þegar lífið var
óslitin, illvíg barátta milli manna,
og’ milli manna 0g dýra. Þegar svo
að segja allur tími dags 0g nætur
fór til þess, að afla sér matar. Og
þetta tókst venjulega ekki nema í
illu, þ. e. með því, að drepa dýr 0g
aftur dýr, eða með því, að veiða
aðra menn eða liræða þá frá, eða
með því að taka þá af lífi og hirða
veiðibráð þeirra.
1 grimmum bardaga forfeðr-
anna var aðalatriðið, að vera sjálf-
ur sterlrur og’ stór, en þar næst
það, að vera í fylg'd og skjóli
þeirra, sem voru stærstir og ramm-
astir að afli. Þá var sigurinn vís-
astur og’ afkoman bezt.