Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 125
Frumbygð og fortíð
107
þáverandi siðaðra og- kristinna
þjóða, og því eðlilegt aÖ afl réði.
Öflugasta og framsóknarmesta
þjóðin brýzt til valda á frumbygð-
arsviði Ameríku, aðrar þjóðir lúta
þeim lögum. Iíver af annari vakna
þær þó með tíð og tíma og vilji
kemur í tjó.s að fara eigi varhluta
við auðlegð og' önnur gæði á liinu
nýja heimssviði.
Er leitt að hugsa til seinlætis ís-
lenzkrar þjóðar í þeim efnum.
Þrátt fyrir skráða sögu um land-
fund Leifs og landnám Þorfinns,
vekur það enga löngun hjá þjóð-
inni til aukinnar þekkingar á Vm-
landi hinu góða. Nærri níu aldir
líða frá landfundi Leifs og nærri
fjórar aldir frá landfundi Kolum-
busar, án þess Islendingar kæri sig
um að sjá það land eða um bað
vita; landið þar sem forfeður
þeirra áttu fyrstu nýlendu hvítra
manna.
Rétt sextíu ár eru liÖin síðan ís-
land eins og vaknar af svefni og til
meðvitundar um tilveru Ameríku.
Við þá vakning grípur nýr hugur
] >jóðina — ef til vill beinlínis eða
óbeinlínis við áhrif þeirra Fjölnis-
reanna eða Jóns Sigurðssonar! ttr
því tekur þjóðin að hyggja á Ame-
ríkuferðir. Ef það hefði aldrei átt
•sér stað, þá hefði ísland engan þáH
átt í landnámi Ameríku.
Þeir vakningarmenn hafa eigi
allir verið úrvalsmenn, því að Hk-
indum hafa margir þeirra verið
“upp og ofan” eins og gerist. En
merkur Vestur-lslendingur vitnar
eigi alls fyrir löngu í ummæli frægs
rithöfundar á íslandi, er hljóða á
þá leið, að fyrstu Ameríkufarar
frá Islandi liafi að meiri hluta ver-
ið: “ blátt áfram ræflar! ’ ’ Eg vil
neita sannleiksgildi þeirra orða, þó
eg finni til vanmáttar á ritsviði
gegn þeim merku mönnum. Vakn-
ingamenn, sem útþrá eru gripnir
og gerast brautryðjendur, eru eigi
af sauðahúsi ræfla, frá livaða
sjónarhæð sem það er skoðað. Til-
raun að réttlæta þá staðhæfingu
með því, að þeir ræflar liafi furð-
anlega “mannast” í Vesturheimi,
fullnægir eigi þeim er þrá hið
sanna og rétta. Og þó sú ógeðs-
lega þjóðlýsing sé látin ná til
þeirra, er Iieima sátu, engu síður
en þeirra er vestur fóru, þá er hún
jafn ósönn fyrir því. Islendingar
hafa aldrei verið ræflar í meiri
hluta! Réttilega ber að skoða slíkt
orðafleipur eigi þess vert að því sé
á lofti haldið.
Afar og ömmur, feður og mæður
Vestur-lslendinga, voru eigi ræfl-
ar að meiri liluta. Landnámssaga
þeirra, þegar liún er rituð, mun
leiða í ljós hið sanna og rétta svo
eigi verði um að villast. Að sú
landnámssaga sé rituð, ætti að ^era
Austur-íslendingum áhugamál
engu síður en Vestur-íslendingum,
því sú saga fjallar í raun og veru
um skerf íslands til landnáms og
menningar framfara hins nýja
heims, Ameríku.
Landnámssaga Vesturheims, eða,
Ameríku, er áreiðanlega upphaf
þýðingarmikils kafla veraldarsög-
unnar. Þá er grunnur lagður að
nýrri menningu í nýjum heimi.
Mistök eiga sér stað og' nýmenn-
ingu þeirri er víða ábótavant, þó
umfangsmikil og framsækin sé,
samanborin við mörg menningar-
lönd hins eldra lieims. Ung er sú