Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 92
74
Tímarit Þjóðrœknisfélags Islendinga
söguna “Mannamiinur.” — Helgi
var meinhæg'ðarmaður, en kona
lians, Kristín Jónsdóttir, skapstór
í meira lagi og skerrjála hin mesta,
einkum þá er hún neytti víns, því
henni “þótti sopinn góður” og lík-
aði Magnúsi þar miðlungi vel.--
Það var veturinn 1872-73 að
nokkrir Vestmannaeyingar tóku að
hugsa mjög til Brazilíufarar, enda
var Loftur Jónsson mormóna-
biskup þar í Eyjum og boðaði trú
sína. — Um Loft biskup fara hér
á eftir upplýsingar nokkrar (eftir
H. Hj.)
1 þjóðfundartíðindum 1851,
þingsetningarræðu 5. júlí þ. ár
segir svo:
. . . Forseti gat þess, að hér væru
ekki á þingi tveir af hinum þjóð-
kjörnu þingmönnum . . . Annar
Loftur bóndi Jónsson úr Vest-
mannaej'jum . . . Viðvíkjandi Lofti
bónda afhenti fyrsti ]>ingmaður
Bangvellinga (þ. e. Páll í Ár-
kvörn) forseta bréf nokkurt, og
óskaði að lesið væri; las forseti það
með þingsins samþykki og er ])að
þannig' látandi:
“Af því að við vottanlega get-
um sannað, að þér hafið stutt að
útbreiðslu liins svonefnda mor-
móniska trúarflokks liér í eyjunni,
og af því við viljum ekki gefa at-
kvæði okkar til manns, sem ekki
játar þau í félaginu viðteknu trú-
arbrögð, þá afturköllum við hér
með það kjörbréf, sem þér 24. d.
maímánaðar í fyrra fenguð til að
vera þjóðfundarmaður Vestm.eyja,
undir eins og við getum þess, að
sá sjötti af yðar kjósendum, Run-
ólfur Magnússon, er teptur á
fastalandinu, og' hefir ekki getað
komist til eyjarinnar á nokkru
tímabili.
Þetta viljum vér kunngera yður
til nauðsynlegrar eftirréttingar,
að þér þurfið ekki að gera yður
ómak né kostnað að mæta á þjóð-
fundi Islendinga, er haldast á 4.
d. júlímánaðar í Reykjavík.
Vestmannaeyj um
dag 28. maímán. 1851.
Abel, H. Jónsson, J. Einarsson,
M. Austmann, Gísli Jónsson.
Til sáttasemjara og meðlijálp-
ara Mr. L. Jónssonar. ”
# * *
“ Stiftamtmaðurinn auglýsti, að
mál þetta hefði komið til amtsins,
og' liefði það ritað sýslumanninum
í Vestmannaeyjum, að Þjóðfund-
urinn einn, og enginn annar, ætti
um að dæma, hvort nokkur væri
hæfur fundarmaður eða rétt kjör-
inn, eða ekki. ”
% # #
(Aths. II. IJj.): Af þessu er auð-
séð, að einir 6 menn hafa kosið í
Vestmannaeyjum, og- er þetta í
fyrsta sinn, sem kosið er þar, en
kosningarétturinn var bundinn við
eign í fasteign, og átti enginn í
Vestmannaeyjum kosningarétt til
])ings fyr en 1857, að kosningarétt-
urinn var rýmkaður, nema til
þjóðfuhdarins, en þá var kosnrnga-
rétturinn rýmri en ella.
# * *
Magnús Kristjánsson lét nú
skírast lijá Lofti biskupi og taldist
]>ví í hópi þeirra 60 manna, er létu
innrita sig’ til vesturfararinnar og
flestir liöfðu skírn lilotið.
Von var á þýzku eimskipi til að
sækja þá og' flytja vestur um haf,