Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 107

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 107
Armann frœndi 89 liafði talaS um stund við herra Oswald, bað hann mig að ganga með sér ofan að sjónum. Og það gjörði eg. “Gott er að ganga með sjónum, þegar manni leiðist,” sagði Ár- mann. 0g eg fór að hugsa, að ein- hver liefði sagt honum að mér leiddist. Við gengum um stund fram og aftur með sjónum, og settum okk- ur svo niður á stóran stein, sem var nærri flæðarmálinu. Yeðrið var blítt og fagurt og fjörðurinn lygn. “Hvað er það annars, sem þig langar til að segja mér?” sagði Ármann, þegar við vorum seztir á steininn. “Mér leiðist ósköp mikið,” sagði eg. “Eru hjónin þó ekki góð við þig?” “ Jú, þau eru góð við mig, ’ ’ sagði eg, “en samt leiÖist mér. Eg vildi alt til vinna, að geta strax komist heim til mömmu minnar. Vildir þú ekki hiðja hjónin að lofa mér að fara? Eg kem mér ekki að því.” “Hann herra Oswald sagði mér áðan, að þú yrðir hjá sér bara meðan sonur hans er í burtu. En hann kemur heim eftir fjóra mán- uði. Og það er ekki svo langur tími.” “En mér finst það heil eilífð,” sagÖi eg. “Frændi minn góður,” sagði Ármann og klappaði á herÖarnar á mér, “það liti ekki vel út, ef þú færir frá þessum góÖu, gömlu lijón- um áður en sonur þeirra kæmi heim. Slíkt þætti ekki samboðiÖ góðum íslending. Allir, sem á þessi hjón minnast, segja að þau séu góðar og heiðvirðar manneskj- ur. Þau eru fremur fátæk nú, en voru einu sinni í góðum efnum. Þau urðu fátæk, að sögn, af því, að þau hjálpuðu bágstöddu fólki meira en efni þeirra leyfðu. — Ef eg væri í þínum sporum, þá reyndi eg til að ganga þeim í sonarstað meðan Robert sonur þeirra er í burtu. ’ ’ “Eg vil reyna það,” sagði eg; “ en mig' langar svo mikið heim til mömmu minnar, að eg get helzt ekki um annað hugsað en hana og litla bjálkahúsið hennar í nýlend- unni á Mooselands-hálsum, þar er svo hlýtt og bjart, en hér finst mér alt svo kalt og' skuggalegt. ’ ’ “Eg veit, hvað heimþrá er,” sagði Ármann eftir stutta þögn; “hún greip mig' heljartökum strax og eg kom til þessa lands. Og nú eru sex ár síðan.” “LangaÖi þig þá heim til móður þinnar ? ’ ’ spurði eg. “Mig langaði aftur heim til ís- lands, ’ ’ sagði Ármann lágt. “Og leiddist þér mikið?” spurði eg. “Svo mikiÖ, að eg naut hvorki svefns né matar fyrst í stað.” “Því fórstu þá ekki heim?” sagði eg. “Eg hefði undir eins farið lieim, ef eg hefði getað,” sagði Ármann með mikilli hóg-værð og stillingTi; “en eg hafði ekki efni á því. Það var örðugt að fá atvinnu, og kaup- gjald var lágt, og' er það enn. Eg var fyrst um tíma í Bandaríkjun- um, fór þaðan til Barrie í Ontario og' vann þar um tíma við sögunar- mylnu, þaðan fór eg til Halifax í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.