Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Síða 107
Armann frœndi
89
liafði talaS um stund við herra
Oswald, bað hann mig að ganga
með sér ofan að sjónum. Og það
gjörði eg.
“Gott er að ganga með sjónum,
þegar manni leiðist,” sagði Ár-
mann. 0g eg fór að hugsa, að ein-
hver liefði sagt honum að mér
leiddist.
Við gengum um stund fram og
aftur með sjónum, og settum okk-
ur svo niður á stóran stein, sem
var nærri flæðarmálinu. Yeðrið
var blítt og fagurt og fjörðurinn
lygn.
“Hvað er það annars, sem þig
langar til að segja mér?” sagði
Ármann, þegar við vorum seztir
á steininn.
“Mér leiðist ósköp mikið,” sagði
eg.
“Eru hjónin þó ekki góð við
þig?”
“ Jú, þau eru góð við mig, ’ ’ sagði
eg, “en samt leiÖist mér. Eg vildi
alt til vinna, að geta strax komist
heim til mömmu minnar. Vildir
þú ekki hiðja hjónin að lofa mér að
fara? Eg kem mér ekki að því.”
“Hann herra Oswald sagði mér
áðan, að þú yrðir hjá sér bara
meðan sonur hans er í burtu. En
hann kemur heim eftir fjóra mán-
uði. Og það er ekki svo langur
tími.”
“En mér finst það heil eilífð,”
sagÖi eg.
“Frændi minn góður,” sagði
Ármann og klappaði á herÖarnar á
mér, “það liti ekki vel út, ef þú
færir frá þessum góÖu, gömlu lijón-
um áður en sonur þeirra kæmi
heim. Slíkt þætti ekki samboðiÖ
góðum íslending. Allir, sem á
þessi hjón minnast, segja að þau
séu góðar og heiðvirðar manneskj-
ur. Þau eru fremur fátæk nú, en
voru einu sinni í góðum efnum.
Þau urðu fátæk, að sögn, af því,
að þau hjálpuðu bágstöddu fólki
meira en efni þeirra leyfðu. — Ef
eg væri í þínum sporum, þá reyndi
eg til að ganga þeim í sonarstað
meðan Robert sonur þeirra er í
burtu. ’ ’
“Eg vil reyna það,” sagði eg;
“ en mig' langar svo mikið heim til
mömmu minnar, að eg get helzt
ekki um annað hugsað en hana og
litla bjálkahúsið hennar í nýlend-
unni á Mooselands-hálsum, þar er
svo hlýtt og bjart, en hér finst mér
alt svo kalt og' skuggalegt. ’ ’
“Eg veit, hvað heimþrá er,”
sagði Ármann eftir stutta þögn;
“hún greip mig' heljartökum strax
og eg kom til þessa lands. Og nú
eru sex ár síðan.”
“LangaÖi þig þá heim til móður
þinnar ? ’ ’ spurði eg.
“Mig langaði aftur heim til ís-
lands, ’ ’ sagði Ármann lágt.
“Og leiddist þér mikið?” spurði
eg.
“Svo mikiÖ, að eg naut hvorki
svefns né matar fyrst í stað.”
“Því fórstu þá ekki heim?”
sagði eg.
“Eg hefði undir eins farið lieim,
ef eg hefði getað,” sagði Ármann
með mikilli hóg-værð og stillingTi;
“en eg hafði ekki efni á því. Það
var örðugt að fá atvinnu, og kaup-
gjald var lágt, og' er það enn. Eg
var fyrst um tíma í Bandaríkjun-
um, fór þaðan til Barrie í Ontario
og' vann þar um tíma við sögunar-
mylnu, þaðan fór eg til Halifax í