Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 110
92
Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga
ann með mér. Þar er nokknð, sem
eg ætla að sýna þér. ’ ’
Við gengum svo inn í smíða-
skálann. Þar var vítt til veggja,
og var þar margt, sem mér varð
starsýnt á.
“Þarna er nú kvæðið mitt,”
sagði Ármann og benti á bát, sem
var í miðjum skálanum. (Báturinn
var nýlega smíðaður — fallegt
skip, og að sjá traustlega bygt.).
“Eg hefi liaft það í smíðum í næst-
um tvö ár, því verki er nú að mestu
lokið. Hér er bátur þessi kallaður
fjögramanna-far, en það mætti
samt eins vel kalla liann sexæring.
Siglutréð liggur liérna við vegg-
inn, og stýrið er á liefilbekknum
þarna yfirfrá. Eg er ekki alveg
búinn með það. Eg hefi g'jört þetta
mér til gamans í tómstundum mín-
um, — g'jört það til þess að mér
leiddist síður. Bn herra Arclii-
bald lagði til efnið að mestu.”
“Á þá herra Archibald bát-
inn?” spurði eg.
“Nei, eg á hann.”
“Er það satt, að þú ætlir að fara
á þessum bát alla leið heim til ís-
lands ? ’ ’ sagði eg.
“Hefirðu heyrt það sagt?”
spurði Ármann, og það lék ofur-
lítið kímnisbros um varir lians.
“Bg- hefi lieyrt að þú værir að
smíða bát, sem þú ætlaðir að fara
á til íslands,” sagði eg.
“Já, þeir seg’ja svo margt.”
“Það væri auðvitað ómögulegt,
að fara alla þá leið á opnum lmt, ”
sagði eg.
“Hvað gjörðu ekki fommenn?
Þau voru ekki öll stór skipin, sem
fluttu þá yfir hafið.”
“En þeir voru margir saman,”
sagði eg. “Enginn maður gæti
farið einsamall á litlum bát frá
Ameríku til Islands, og ekki á
stórum bát lieldur.”
“ Jú, ef liann er hraustur maður
og hugrakkur, og hefir stundað
sjómensku. ’ ’
“Ert þú kannske að hugsa um
að fara til Islands á þessum bát?”
spurði eg og horfði framan í Ár-
mann.
“Eg hefi enn ekki ráðið það við
mig,” svaraði hann. “Hver veit
nema að bátur þessi eig'i það eftir,
að flytja mig heim til fósturjarð-
arinnar. ’ ’
“Langar þig þá ósköp mikið til
að komast þangað?” spurði eg.
“ Já, mig langar ávalt heim.”
‘ ‘ Hvað er það, sem togar þig til
Islands?”
“Ótal margt. ”
“Líkar þér þá ekki þetta land?”
“ Jú, að mörgu leyti. Hér er gull
og grænir skógar og gott fólk. Og
samt langar mig' heim. ’ ’
‘ ‘ Mundi þig langa til islands, ef
fólkið á islandi talaði ekki lengur
íslenzku, heldur eitthvert annað
mál ? ’ ’
“Mig mundi þá síður lang'a
heim.”
‘ ‘ En vildirðu fara til íslands, ef
allir ísléndingar væri komnir liing-
að til Ameríku og liéldu áfram að
tala íslenzku?”
‘ ‘ Mór yrði þá að líkindum um og'
ó, eins og konunni, sem átti sjö
börn í sjó og sjö á landi,” sagði
Ármann. “Eg' vil helzt heyra ís-
lenzku talaða af íslenzku fólki, sem
á heima á íslandi. Fyrir mig er
landið, þjóðin og tungan ein lieild,
sem mér finst að eg geta ekki án