Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Blaðsíða 82
64
Tímarit Þjóðræhnisfélags íslendinga
En aldrei finst oss æskan þó og voriS
jafn unaðslegt og þá, er lialla fer
að aftni lífs. Það hvetur hinzta sporiÖ
að heyra til því lífi, er síungt er,—
og hafa af ævi-akri kannske skorið
þau öx, er nýrri kynslóð frjómögn ber,—
þótt einkalíf, síns upphafs þoku vafið,
sem aðrir dropar falli loks í hafið.
Þeim ,er það lán, sem lítt af heimsins gæðum
var lagt í arf og fært að vöggugjöf —
og engu meira af arfi þeim frá hæðum,
sem ítök gefur lífsins stuttu töf —
og skarar að þeim agnarsmáu glæðum,
er yl o.ss veitir fram á heljar nöf,—
að liafa fnndið, fyr en til var unniS,
þá fylgd, er hefir gæfuþráð lians spunnið.
Er myndir lífsins svífa fyrir sjónum
með sorg og' gleði, ást og trygöabönd,
og list, er felst í ljóði, sögu, tónum,
og litblæ þeim, er auga nam og hönd—
þeim tignarbrag í arfi aldagrónum,
sem ánauð hatar, fyrirlítur bönd,—
þá finst oss stundum ljúft að hafa lifað
og litla síðu í dagbók tímans skrifað.
Og nú á aldursára gatnamótum,
er yfir langan feril verður gáð,
mér virðist æðra öllum sálubótum
þeim æfimetum liafa að lokum náð:—
að vinatrygð, í verki, orði, hótum,
sé vænsta linoss á farveg lífsins stráð,—
og vita, að hafa viljandi engan svikið,
þó verkið lítið sé — og óg'jört mikið.
Febrúar 1936.