Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 103

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1935, Side 103
Armann frændi 85 man, aS eg spurði hann oft um eitt og' aimað viÖvíkjandi Oswalds- hjónunum (tilvonandi húsbændum mínum). Hann sagði að þau væri hin mestu heiðurshjón, að herra Oswald væri alúðarvinur sinn, og að þeir liefðu verið leikbræður í æsku. “Þér mun aldrei leiðast hjá þeim góðu hjónum, ” sagði Miller oft og einatt við mig á leiðinni. ‘ ‘ Og svo er líka Islendingur í Dartmouth,” sagði hann einu sinni, “og hann getur þú fundið við og við og talað við hann íslenzku.” “Hefirðu séð liann?” spurði eg. “Nei. En eg hefi oft heyrt talað um hann.” “Veiztu livað hann heitir?” spurði eg. “Nei, ekki veit eg það. En eg hefi lieyrt að hann sé góður smið- ur, og að liann hafi bækistöð sína hjá Allan Archibald járnsmið. Og í Dartmouth er hann kallaður: íslendingurinn lians ArchibaJds.” “Eg hefi heyrt að í Dartmouth sé íslendingur, sem heitir Ar- mann,” sagði eg. “Það er vafalaust sami maður- inn,” sagði Miller, því að í Dart- mouth er víst ekki til nema að eins einn fslendingur, nú sem stendur. ’ ’ Við Mark Miller vorum tvo daga á leiðinni frá nýlendunni til Dart- mouth. Sú vegalengd er um fimtíu mílur enskar, eða rúmlega það. Við vorum nætursakir á góðu bóndabýli skamt frá litlu kauptúni nálægt Grand Lake. Þar fengum við gott að borða og sváfum í góðu rúmi, en þar dreymdi mig leiÖin- legan draum. Mér þótti að Bleikur (he.sturinn okkar) fælast með okk- ur og hlaupa fram á liáa liamra við sjóinn, og var eg svo hræddur í svefninum, að eg hrökk upp og varð andvaka. Um morguninn sagði eg Miller drauminn. Hann brosti og sagði góðlátlega, svipuð orð og Sturla Sighvatsson forðum: “Ekki er mark að draumum.” En draumurinn var efst í huga mín- um allan daginn og hafði slæm á- hrif á mig, því að eg þóttist viss um, að Bleikur fældist með okkur, eða þá að eitthvert annaÖ óhapp kæmi fyrir okkur á leiðinni til Dartmoutli. Eln það kom ekkert fyrir okkur á þeirri leið, og náðum við með lieilu og höldnu til bæjar- ins um klukkan sex um kvöldið. Þá var köld og ömurleg þoka af liafi að læðast inn Halifax-fjörðinn, og fanst mér því í fyrstu bærinn fremur skuggalegur og landið um- hverfis alt annað en skemtilegt. Og er þar þó fögur útsýn, þegar bjart er, einkum á sumrin. En þegar við komum að liúsi Oswalds-hjónanna — það var um hálfa mílu enska frá bænum — þá greip mig alt í einu einhver óróa- semi og undarlegur kvíði, því að mér sýndist húsið vera svo leiðin- legt og skuggalegt og fráhrind- andi. Aður en eg lagði af stað að heiman, og eins á leiÖinni, hafði eg gjört mér það í hugarlund, að hús þetta væri mikið og glæsilegt; en nú sá eg að það var alveg Hið gagn- stæða. Það var að vísu nokkuð .stórt, en fornfálegt og af sér geng- ið. Það stóð eitt og afskekt í djúpri kvos niÖur við sjóinn, og á milli þess og bæjarins var all-hár og hrjóstrugur hóll, sem mér fanst mjög leiÖinlegur, einkum vegna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.