Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 17
TVEIR MIKLIR ÍSLENSKIR HÖFUNDAR SEXTUGIR
15
haí'i unnað með ærslum, eins og Har-
aldur konungur Snæfríði. Þá koma
harmljóð, þá kvæði um börnin, lífs
og liðin, og loks reka tárið og timb-
urmennirnir lestina!
í ýmislegum ljóðum eru skeytin
og skammarvísurnar, sem altaf hafa
verið vinsæll hluti ljóða Páls, ekki
kannske síst fyrir það, að menn hafa
altaf fundið að Páll orti þær meir
af glettum en illfýsi. En á útgáfu
þessara vísna og annara tækiíæris-
vísna Páls er sá galli, að sagan sem
fylgir er ekki sögð, nema Gunnar
geri það í íormálanum. Þetta er
sami galli og var á fyrstu útgáfu
kviðlinga Káins, og raunar á flest-
ljóðabókum, því þetta er fastur
siður, þótt slæmur sé.
Auk þess, sem nú heíir verið tal-
hefir Gunnar gefið út Árbók
Ferðafélagsins um Fljótsdalshérað
(1944) og sínar eigin Árbækur 1945
°§ 1946—7 (gefnar út af Helgafelli).
í Árbók Ferðafélagsins hefur
^unnar lýsingu sína á Möðrudal á
^jöllum, lýsir síðan Jökuldalsheið-
mni, er honum var svo kunnug og
kær (sbr. Heiðaharm). En Gunnar
fylgir manni ekki aðeins um Jökul-
dals- og Fljótdalsheiðar, hann telur
°g dali alla, ár og vötn frá jökium
hafs. Þá rekur hann vegina heim
a hvern bæ og býli, telur upp sveit-
lr og sóknir og ákveður mörk þeirra.
^a getur Gunnar að jafnaði land-
namsmanna í sveitum þessum og
^ndnáms þeirra og smeygir inn í
frásögnina örnefnasögnum, og sög-
Urn um merka staði eða mennina
sem gerðu garðinn frægan, eins og
al Ólafsson á Hallfreðarstöðum,
ahgrím bónda, skáld og skáldætt-
föður í Stóra-Sandfelli, Kjerúlf
lækni á Brekku og niðja hans.
Það er yfirleitt létt yfir Árbók
Gunnars 1945. Má vera að hún njóti
þess, að hagur hans var þá tiltölu-
lega góður, en hann, eins og aðrir
Islendingar í hátíðaskapi eftir stofn-
un lýðveldisins árinu áður.
Bókin hefst þó á ljóði, ,Yggdrasil‘,
sem ekki er Óðins hestur, heldur
náfákur sá er samtíðarmenn skálds-
ins riðu „öfuga leið í átt til fjandans
á afturfótum tíðarandans". Þetta er
auðvitað tónn styrjaldarinnar, og
hann klingir víðar við, t. d. í „Barna-
hjali“ og báðum smásögunum. Ann-
ars er fyrsta grein bókarinnar ynd-
isleg hugun um „Jónas Hallgríms-
son og Huldukonuna11 á hundrað ára
ártíð skáldsins, þegar landar hans
fluttu heim bein hans — því miður
ósællar minningar. Gunnar er mik-
ill Jónasar-dýrkandi; Jónas er hon-
um ódauðlegur „í því æðra lífi, er
vekur blóm úr moldu vor hvert og
varpar ljósi vonar og trúartrausts
yfir helmyrka jörð, jörð blóði drifna
í tröllagreipum tryltra manna". Til-
vera Jónasar, eilíf og síung, er einn
af sterkari þáttunum í akkerisstjóra
vonar Gunnars sjálfs.
Haustið eftir að Gunnar fluttist í
Héraðið vildi til það hörmulega slys,
að Benedikt Blöndal, kennari á
Hallormsstað varð úti, sennilega
bráðkvaddur, á Þórudalsheiði á leið
heim til sín neðan úr Reyðarfirði.
Eftir þennan mikla merkismann
orti Gunnar hlýlegt kvæði og nær-
færið um kosti Benedikts, — og
birtir það hér í bókinni. Sex árum
síðar kom röðin að Sigrúnu Páls-
dóttur, konu Blöndals og skólastýru
á Hallormsstað. Hún var svo mikil-