Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 35
STALDRAÐ VIÐ VEGINN
aflaga fer í heiminum, og langar
til að lagfæra það. En hann er líka
idealisti, sem sjá má af sumum
greinum hans, og ekki síst leiknum
„Fjóluhvammur“. Hann bar í hjarta
barnslega þrá og ást til föðurlands-
ins og átthaganna. Einn góðan veð-
urdag tók hann svo saman pjönkur
sínar og fór heim. En, eins og stend-
ur í söngvísunni, „æskan var braut
og blómin dauð, og borgirnar hrund-
ar og löndin auð“. Fjöllin voru lægri
en ímyndunin hafði skapað þau,
berurjóðrið — túnið og skeljafjaran,
höfðu mist dýrðarljóma barnsminn-
inganna, og í landinu hafði alist upp
ný kynslóð, „sem engin deili vissi á
Jósef“. Svona fer fyrir skáldunum,
sem lifa í rómantískum hillinga-
bjarma fortíðarminninganna.
Síðan hefir flest, er Jóhannes hef-
ir skrifað, verið róttækara eðlis.
Getur sjálfsagt ekki hjá því farið,
að sumt af því verði talið undir
það, sem nú á dögum kallast áróður.
En rithöfundar nútímans sleppa
ekki eins auðveldlega með það, að
fljúga fyrir ofan skýin eða að stinga
höfðinu ofan í sandinn, eins og áður
fyr. Vinur hans, Jóhann Magnús
Bjarnason, stóðst ekki dægurþrasið,
°g tók því upp á því, að leita uppi
alla hina „týndu sauði af húsi Isra-
els“ — alla týndu og dreifðu íslend-
ingana, láta þá finnast eða stinga
upp höfði á ólíklegustu stöðum ver-
aldarinnar, og gæða þá svo að segja
yfirnáttúrlegum gáfum, hreysti eða
göfuglyndi, til að sýna, að aðals-
merki hins norræna eðlis, konungs-
lundin, hverfi aldrei, hvernig svo
33
sem á stendur. Þessháttar getur oft
verið skemtilegt aflestrar, en það
snertir óendanlega lítið og skýrir
enn minna hinar margþættu gátur
daglegs lífs.
Það var hvorki ætlun mín, að rita
ævisögu né bókmentalegt yfirlit
yfir verk þessa vinar míns. Til-
gangurinn var aðeins sá, að staldra
fáein augnablik við veginn og lofa
lesendum Tímaritsins, sem aldrei
hafa séð hann augliti til auglitis,
að sjá framan í hann á mynd; og
til skilningsauka skal þess getið, að
myndin er gerð eftir olíumálverki,
sem Haukur Stefánsson málaði á
Akureyri veturinn 1936.
Nú er Jóhannes Pálsson sestur í
helgan stein. Það er að segja: Hann
er hættur að hafa talsímann við
rúmstokkinn um miðjar nætur,
hann er hættur að fleygja frá sér
pennanum í miðri setningu að degi
eða kvöldi til, til að sinna kvöðum
kvellisjúkra manna eða kvenna. En
hann hugsar og starfar því meira á
öðrum sviðum.
í fyrra sumar, þegar „höfðinginn
við hafið“ keyrði mig og bróður
minn um hin „hvelfdu skógargöng“
Vancouvereyjar út í dalverpið fagra
til þeirra hjóna, Sigríðar og Jóhann-
esar, kom hann á móti okkur hvít-
klæddur eins og engill, og glaður
og brosandi eins og satýr, og virtist
mér hann hafa kastað að fullu þeirri
aðkenningu af ellibelg, sem árin og
önn daganna höfðu verið að leitast
við að draga honum yfir höfuð.
G. J.