Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 74
Bækur
Á árinu sem leið bárust ritstjóra
þessa tímarits fimm eða sex bækur
og rit, sem var meira en nóg til að
gleðja hjarta gamals Austfirðings.
Bækurnar eru sem sé allar eftir
Austfirðinga og flestar um Austur-
land og Austfirðinga. Skal þeirra nú
getið í sem fæstum orðum.
1. Breiðdœla
Hún er eins og nafnið bendir til
bygðarsaga og lýsing Breiðdals í
Suðurmúlasýslu, eftir ýmsa höf-
unda. Útgefendurnir eru Jón Helga-
son, prentsmiðjueigandi, og Stefán
Einarsson prófessor. Hefir hinn fyr-
nefndi prentað bókina og eflaust séð
um frágang allan, sem er hinn prýði-
legasti. Hinn síðari hefir séð um
efnisval og niðurröðun og skrifað
landnáms og bygðarsöguna, enn-
fremur formála og inngang að sum-
um greinunum ásamt athugasemd-
um, og að síðustu ritgjörð um Breið-
dælinga vestan hafs. Er það aukin
og leiðrétt grein, sem áður hafði
birtst í Almanaki O. S. Thorgeirs-
sonar. I þessari bók kennir margra
grasa. Þar er hin langa grein eftir
Árna heitinn Sigurðsson: „í Breið-
dal fyrir 60 árum“ (Nú 100 árum),
sem, að mig minnir, kom í Lögbergi
fyrir löngu. Minningar úr Breiðdal,
eftir tvo höfunda eru næst, þá um
verslun, Sveitalýsing, Sveitarbragir,
Heydalaprestar, afarfróðleg, og
Framtíð Breiðdals. Lestina reka svo
ýmsar smáfrásagnir, sem nefndar
eru Þættir. Bókin er skreytt mörg-
um ágætum myndum. Má ekki síst
nefna dráttmyndirnar eftir Stefán
prófessor. Vissi ég eigi fyr, að hon-
um væri sú list lagin. Eru mynd-
irnar af foreldrum hans sérstaklega
eftirtektarverðar og vel gerðar.
2. Sex Leikrit
Þessi bók er nú ekki um Austur-
land, en hún er skrifuð af hreinum
Austfirðingi að langfeðga tali, séra
Jakob Jónssyni, sem þjónaði söfn-
uðum hér vestra um mörg ár, og
nú er prestur í Reykjavík. Bókin
byrjar með forspjalli eftir Sigurð
Grímsson, sem ætti að vera Aust-
firðingur, ef hann þá ekki er það.
Hann lýkur forspjallinu með þess-
um orðum — „engum, sem bókina
les, mun dyljast það, að lífsviðhorf
höfundarins er heilbrigt og öfga-
laust, að hann er trúmaður og al-
vörumaður, sem á sér mörg hugðar-
mál og ber í brjósti ríka þrá til
þess að rétta hlut þeirra, sem standa
höllum fæti í lífsbaráttunni. Virðist
mér það vera uppistaðan og ívafið í
skáldskap séra Jakobs, — traustir
þræðir og haldbestir, þegar til lengd-
ar lætur“. Og má vinur vor, séra
Jakob, vera ánægður með þetta lífs-
mat.
Séra Jakob hefir, auk prestsverk-
anna, verið heil-mikilvirkur rit-
höfundur. Hann skrifaði um eitt
skeið kynstrin öll af smásögum, og
hafa víst fæstar þeirra verið prent-
aðar. Þá skrifaði hann a. m. k. eina
skáldsögu fullrar stærðar, sem lík-