Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 74

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Side 74
Bækur Á árinu sem leið bárust ritstjóra þessa tímarits fimm eða sex bækur og rit, sem var meira en nóg til að gleðja hjarta gamals Austfirðings. Bækurnar eru sem sé allar eftir Austfirðinga og flestar um Austur- land og Austfirðinga. Skal þeirra nú getið í sem fæstum orðum. 1. Breiðdœla Hún er eins og nafnið bendir til bygðarsaga og lýsing Breiðdals í Suðurmúlasýslu, eftir ýmsa höf- unda. Útgefendurnir eru Jón Helga- son, prentsmiðjueigandi, og Stefán Einarsson prófessor. Hefir hinn fyr- nefndi prentað bókina og eflaust séð um frágang allan, sem er hinn prýði- legasti. Hinn síðari hefir séð um efnisval og niðurröðun og skrifað landnáms og bygðarsöguna, enn- fremur formála og inngang að sum- um greinunum ásamt athugasemd- um, og að síðustu ritgjörð um Breið- dælinga vestan hafs. Er það aukin og leiðrétt grein, sem áður hafði birtst í Almanaki O. S. Thorgeirs- sonar. I þessari bók kennir margra grasa. Þar er hin langa grein eftir Árna heitinn Sigurðsson: „í Breið- dal fyrir 60 árum“ (Nú 100 árum), sem, að mig minnir, kom í Lögbergi fyrir löngu. Minningar úr Breiðdal, eftir tvo höfunda eru næst, þá um verslun, Sveitalýsing, Sveitarbragir, Heydalaprestar, afarfróðleg, og Framtíð Breiðdals. Lestina reka svo ýmsar smáfrásagnir, sem nefndar eru Þættir. Bókin er skreytt mörg- um ágætum myndum. Má ekki síst nefna dráttmyndirnar eftir Stefán prófessor. Vissi ég eigi fyr, að hon- um væri sú list lagin. Eru mynd- irnar af foreldrum hans sérstaklega eftirtektarverðar og vel gerðar. 2. Sex Leikrit Þessi bók er nú ekki um Austur- land, en hún er skrifuð af hreinum Austfirðingi að langfeðga tali, séra Jakob Jónssyni, sem þjónaði söfn- uðum hér vestra um mörg ár, og nú er prestur í Reykjavík. Bókin byrjar með forspjalli eftir Sigurð Grímsson, sem ætti að vera Aust- firðingur, ef hann þá ekki er það. Hann lýkur forspjallinu með þess- um orðum — „engum, sem bókina les, mun dyljast það, að lífsviðhorf höfundarins er heilbrigt og öfga- laust, að hann er trúmaður og al- vörumaður, sem á sér mörg hugðar- mál og ber í brjósti ríka þrá til þess að rétta hlut þeirra, sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Virðist mér það vera uppistaðan og ívafið í skáldskap séra Jakobs, — traustir þræðir og haldbestir, þegar til lengd- ar lætur“. Og má vinur vor, séra Jakob, vera ánægður með þetta lífs- mat. Séra Jakob hefir, auk prestsverk- anna, verið heil-mikilvirkur rit- höfundur. Hann skrifaði um eitt skeið kynstrin öll af smásögum, og hafa víst fæstar þeirra verið prent- aðar. Þá skrifaði hann a. m. k. eina skáldsögu fullrar stærðar, sem lík-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.