Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 9
Tveir miklir íslenskir höfundar
sextugir
Eftir clr. Stefán Einarsson
I.
Á árinu sem nú líður til úthalls
(1949) áttu tveir merkir íslenskir
höfundar sextugsafmæli: Þeir
Gunnar Gunnarsson og Þórbergur
Þórðarson. Þeir voru báðir fæddir
á því herrans ári 1889. Þórbergur
var eldri í árinu, fæddur 12 marz,
en Gunnar 18. maí. Þórbergur er
Skaftfellingur, fæddur á (Breiða-
bólstaðar-)!|! Hala í Suðursveit;
Gunnar Austfirðingur, fæddur að
Valþjófsstað í Fljótsdal.
Þegar í heimahúsum beygðist
krókurinn til þess sem verða vildi
um þessa merkismenn. Þórbergur
stundaði landmælingar og orti rím-
ur yfir rollunum, Gunnar varð ljóð-
skáld og næstum sveitaskáld í
Vopnafirði. Og hvorugur undi í
heimahögum. Þórbergur stökk á
skútu, en Gunnar komst alla leið
lh Danmerkur. Þar skildi leiðir —
°g vissi hvorugur til annars. Báðir
lentu í klípum, Þórbergur svalt
heilu hungri í Reykjavík, Gunnar í
Árósum og Kaupmannahöfn. En í
lyllingu tímans áttu þessir menn
eftir að reisa sér þá bautasteina,
hvor um sig, sem lengi munu standa
1 bókmentatúni íslendinga, Gunnar
) Þegar Þórbergur sendi mér æviatriði
pn }J ■ des. 1934 kvaÖ hann sig fæddan aS
fæty’akölstaÖ. SíSar hefir hann taliö sig
nfC í an ^a*a' en Hali er, eins og hann
u liefir sagt mér, hjíileiga i túni Breiða-
bólstaðar.
Kirkjuna á fjallinu, en Þórbergur
Ofvitan og íslenskan aðal. Bók
Gunnars kom út í fimm bindum á
árunum 1924—28, bók Þórbergs í
þrem 1938—41. Svo ólíkar sem þess-
ar bækur þeirra eru, þá eru þær þó
að miklu leyti báðar sjálfsævisög-
ur, þótt áherslan hjá Gunnari sé
meir á umheiminum, lífinu sjálfu
og skáldskapnum, en hjá Þórbergi
á sjálfum sér, sinni eigin þroska-
sögu og sannleikanum. Gunnar kall-
aði upphaf sinnar sögu „Leik að
stráum“, en Þórbergur kvað sína
sögu vera alt annað en það. Raunar
er aðeins partur þeirra sambærileg-
ur, sá hluti er fjallar um árin 1909—
1913, því Þórbergur hefir ekki kom-
ist lengra með Ofvitann, þótt Gunn-
ar hafi sagt sína sögu frá upphafi
fram til þess er hann vann fyrsta
sigur sinn með Sögu Borgarœttar-
innar 1912—14. En það er bindið um
hinn Óreynda ferðalang sem er sam-
bærilegt við Ofvita Þórbergs, og er
mjög gaman að bera þessar tvær
samtímalýsingar saman til að sjá
hvernig hin upprennandi skáldséní
lifðu lífi sínu á íslandi og í Kaup-
mannahöfn á síðustu dögum friðar-
ins mikla og óhulta.
Þótt Gunnar væri samsettur mað-
ur, eins og listamönnum er títt, og
þótt hann eflaust hafi haft eigi ali-
lítið af Ormarseðlinu Örlygssonar í
sér, þá hefir þroskabraut hans og