Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
44
að skip okkar fórst. Gungh komst
á rekald, og þegar ég var að drukna,
náði hann í mig og bjargaði mér.
En rekaldið var svo lítið, að það
hafði ekki nægilegt flotholt fyrir
okkur báða.
Á EYJUNNI MANDALI
Eftir sögusögn Sinbaðs
Þó Mandali sé hvergi merkt á
landabréfi, er hún, engu að síður,
ein af óteljandi eyjum þeim og
hólmum, sem skaparinn hefir dreift
um Kyrrahafið. Flestar smærri eyj-
arnar eru reistar af orku og efni
hinna örsmáu kóralkvikinda. Öðr-
um hefir skotið upp yfir hafsflöt-
inn, fyrir eldsumbrot neðansjávar,
í iðrum jarðar; og eru því ekki ann-
að en eldfjöll forn eða ný, sem hærra
ber en flöt hafsins.
Þannig var Mandali til komin. Er
þó erfitt að samrýma fegurð og gróð-
ursæld þessarar sægirtu Eden við
eldgos og öskufall. Enda mun slíkt
ekki hafa átt sér þar stað, frá því
aftur í örófi alda og þar til ég dvaldi
meðal íbúanna. Um það vitnaði
djúpur og gróðurríkur jarðvegur
grænna hjalla og hlíða. Aðeins jarð-
lögin við ströndina og klettaborg,
sem reis upp af barmi hins forna
gígs á miðri eynni gáfu til kynna
um hamfarir eldguðsins.
Að þessari eyju hafði mig borið,
sem skipbrotsmann; og dvaldi ég
þar hátt á fjórða ár. Hefði aldrei átt
þaðan að fara. En hver er sá, sem
sjálfur veit nær honum er vel í sveit
komið. Manninn dreymir um útópíu
hvar svo sem hann er á hnettinum,
og þó það heimili hans stæði í sjálfu
óskalandinu. Því sé slíkt land á
jörðu hér, er það Mandali-ey; og þó
hefi ég aldrei þráð neitt meira, en
að komast þaðan.
Á Mandali leggur náttúran mann-
inum alt upp í hendurnar, sem hann
þarfnast til lífsviðurværis, án nokk-
urrar fyrirhafnar af hans hálfu.
Hnetur, rætur, brauðaldini og
margskonar aðrir ávextir vaxa þar
vilt, í ríkari mæli en víða annars
staðar þó ræktað sé. Hörjurtir,
þálmaviðarlauf og aðrar trjáteg-
undir nægja íbúunum til skjóls,
hvort sem kemur til klæðis eða hús-
næðis. Þar finnast skeljar af hnet-
um og fiskum, eins handhæg ílát
eins og húsmæður krefjast. Og
bambú-reyrinn er því sem næst ein-
hlýtur til þeirra smíða, sem Man-
dalir takast á hendur. Öllum þess-
um hlunnindum tekur loftslagið
fram. Á Mandali er eilíft sumar.
Örsjaldan hitar, en aldrei þó sval-
ara en svo, að þeim sem vanur er
að ganga nakinn, nægi ekki lauf-
skýlan. Og þegar skúr sveipar eyna,
er eins og mjúkhent móðir vefji
barn sitt silki.
Mandalir munu tilheyra, eða rétt-
ara sagt, hafa tilheyrt Malaya þjóð-
flokknum. íturvaxið fagurlimað
fólk, fult góðvilja og lífsgleði. Enda
var lífið þeim leikur, frá vöggu til
grafar. Líkamleg áreynsla, til við-
halds góðrar heilsu, var þeim jafn
eðlileg og ósjálfráð eins og óvita
barninu, sem þjálfar vöðvana með
því að ólmast og sprikla allar sín-
ar vökustundir. Þeir sungu og döns-
uðu, hlupu, stukku og syntu af innri
þörf. Og gamalmennin hlóu eins
dátt og börnin. Ótta og kvíða þekktu
þeir ekki. Jafnvel dauðinn skaut
þeim ekki skelk í bringu; því Man-