Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 77
BÆKUR
75
Skálafellinu stendur líka klettöxl,
og er hvilft eða skál undir, þar sem
gróðurinn seilist upp hlíðina. Gæti
nafnið verið komið af því. Sauða-
íellið er að vísu miklu lægra, en
samt er suðurbrúnin frá austur-
horninu og vestur fyrir óslitið
klettabelti. að ofan er og ber klöpp;
en fellið virðist að hafa sokkið að
aftan, og hallar norðurhliðinni út í
mýrarsund. Á Hálsinum eru einnig
smærri klappir — í Helluhlíöinni,
Klappadældinni og í suðuröxl Kan-
ans, á suðvestur horni Hálsins.
Ekki veit ég hvort síðasta máls-
greinin á bls. 165 getur staðist. En
kannske skil ég hana ekki rétt. All-
ar melöldurnar í Háreksstaðalandi
virðast að vera greinilegar jökul-
ýtur. Auk þess eru uppi á berum
klöppunum á Sauðafellinu og á
hæsta toppi Dritfellsins afar stór
björg sum meira en mannhæðarhá,
sem hljóta að vera ísaldarmenjar.
Enginn annar kraftur gæti hafa lyft
þeim þangað. Út frá þeim stærstu
bggja greinilegar rispur, þar sem
bergið er ekki þakið geitaskóf.
Á eftir landlýsingunni kemur vit-
anlega aðalkjarni ritsins, nefnilega
bygðarsagan sjálf: Landnámið og
bve lengi það stóð yfir, bæjarnöfn
°g tala þeirra, er hæst varð 16, ábú-
endur og ábúendaskifti o. s. frv. á-
samt góðri greinargerð fyrir lifnað-
arháttum og afkomu. Eru þar í stutt-
Um dráttum ævisögur heiðarbúanna
með gleði og sorgum, fæðingum og
dauða. Allur fjöldinn kemur og fer
mnan skams, eins og farfuglarnir,
Sem skemta þeim þar á sumrin, þó
margir að vísu lifðu þar svo árum
skifti við þröng eða þolanleg kjör
°g bæru þar að síðustu beinin. All-
an fjöldann kannast ég við, af orð-
spori eða persónulegri kynningu.
Flesta þótti manni jafnvel vænt um.
Mig langar því til að fylgja höf-
undinum eftir — svona í humáttina.
Skiljanlegt er, að hann varð að fara
fljótt yfir, og þess vegna koma á
stöku stað smágloppur.
Leiðinlegt er, að hvergi skuli hafa
fundist skrifleg gögn fyrir hinni
fornu bygð Heiðarinnar. Sel hygg-
ur hann að hafi verið víða, þar sem
bæirnir risu, eins og mörg nöfnin
benda til. En nöfn, eins og Háreks-
staðir og Gestareiðarstaðir, benda á
fornan uppruna, voru líka á al-
mannavitorði, áður en bygðin hófst
að nýju.
Faðir minn ólst um tíma upp í
Heiðinni og þekti flesta frumbyggj-
ana, og bjó þar síðar allan sinn bú-
skap. Sólveig á Háreksstöðum og
hann voru vel kunnug, eins og sag-
an bendir til, og varð þeim skiljan-
lega tíðrætt um forna og nýja tíð
þar. Hafði hann eftir henni, að þeg-
ar Jón Sölvason bygði þar, hefðu
verið þar glögg ummerki fornrar
bygðar, og þegar þeir stungu fyrir
undirstöðum, hefðu þeir komið nið-
ur á mannabein, sem voru svo fúin,
að þeim var mokað upp í veggina.
Elinborg föðursystir mín sagði sömu
söguna og öllu þó greinilegri. Hún
var skarpgreind kona og minnug.
Hún mun hafa verið á Mel um sama
leyti og Solveig, því þar giftist hún
Jóni Guðmundssyni frá Hrafna-
björgum, er átt hafði að fyrri konu
dóttur Solveigar og mist hana.
Þeirra sonur var Jón Pétur Isdal,
sem hér bjó í Winnipeg og flutti
vestur á strönd. Þau Jón og Elin-
borg fóru til Húsavíkur með dreng-
inn og biðu þar eftir Brasilíuskipi
1873, sem aldrei kom.