Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 43
FRÁ ÝMSUM ÁTTUM
sónu hans, tökum við fram yfir alt
annað“, sagði ég. „Meðal okkar er
ætlast til, að hver og einn efli vit
sitt og vilja til framkvæmda. Aftur
á móti hýmið þið hér eystra aðgerð-
arlausir í böndum blindrar forlaga-
trúar“.
„Trúna á einstaklingseðlið og
forlögin hlutum við allir í vöggu-
gjöf, jafnt þið og við“, sagði Gungh.
„En á ævintýraflækingi ykkar, um
Norður- og Vesturálfurnar, hafið
þið misst sjónar á verðmæti þeirrar
gjafar. „Ekki verður feigum forðað,
né ófeigum í hel komið“, eru sann-
indi sem þið hafið lítinn gaum gef-
ið á síðastliðnum þúsund árum.
Þetta höfðu forfeður ykkar fyrir
satt, og munu þeir þó hafa trúað á
mátt sinn og megin, ekki síður en
afkomendur þeirra. En þeir höfðu
þegar tapað sjónar á aðalgildi trúar-
innar á einstaklingseðlið, eða per-
sónuleik mannsins. Ef til vill kann-
ast þú við sögu Grikkja og Norð-
manna, um stríð guðanna við hina
tröllauknu Títani. Upprunalega var
sú saga sameign okkar allra, en að-
eins á Austurlöndum hefir hún
geymst án þess að breytast eða bjag-
ast. Kannist þú við hinar ýmsu út-
gáfur þessarar goðasagnar, getur þú
sjálfur dæmt um, hvort gildi henn-
ar hefir aukist í meðferðinni, hjá
ykkur á Vesturlöndum“.
Ég sagði Gungh, að mér væri sag-
an kunn, en vissi ekki til, að hún
ætti uppruna sinn í Austurlöndum.
„Þar eiga allar goðasögur hvítra
ínanna uppruna sinn“, sagði Gungh.
Eftir nokkra þögn, mæltist ég til að
hann segði mér söguna eftir útgáfu
Hindúa.
„Hinar tvær andvígu sveitir trölla
41
og guða áttu í eilífu stríði um völd-
in. Lengi veitti guðunum betur í
þeirri sennu. Þó kom að því, að tröll-
in höfðu yfirhöndina, og dæmdu
guðina til jarðvistar.
Eftir langa og ítarlega ráðagerð,
kvaðst einn guðanna hafa hugsað
ráð til að sigrast á tröllunum. Skyldu
guðirnir smíða kólf svo mikinn og
magnaðan, að engin tröll stæðust,
væri honum skotið 1 fylking þeirra.
En nú var eftir að finna hæfilegt
efni í kólfinn. Eftir langa ráðstefnu,
komu guðirnir sér saman um, að
hér gæti aðeins eitt efni komið til
greina. En það var rif úr manni svo
óeigingjörnum, að hann hefði
gleymt sjálfum sér, meðvitund hans
orðið þáttur í vitund alvaldsins. Og
maðurinn fannst, eftir langa leit.
Guðirnir fóru fram á, að hann léti
þeim eftir rif hans, og kvað hann
það sjálfsagt og guðvelkomið. Hann
vissi ekki til, að rif hans, fremur en
annað væri séreign sín. Tóku nú
guðirnir rifin, gerðu úr hverju
þeirra kólf og skutu í fylking tröll-
anna, sem biðu algerðan ósigur“.
Ég sagði Gungh, að sagan sannaði
einmitt mál mitt. Hún lýsti aðdáun
austrænna manna á mannleysu, sem
týnt hafði einstaklingseðli sínu,
framtaki og sjálfsvirðing. En Gungh
var nú ekki alveg á því. „Ég bjóst
ekki við, að þú skildir söguna, vin-
ur minn“, sagði Gungh og brosti.
„En getur þú hugsað þér meiri trú
á gildi einstaklingsins og virðing
fyrir eðli hans en þá, að treysta á
einn vesælan mann til að leysa guð-
ina af hólmi?“
Það var árangurslaust, að rök-
ræða nokkurt mál við Gungh. Við
vorum bestu vinir, og skildum hver