Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 65
LJÓÐSKÁLDIÐ JAKOB JÓH. SMÁRI, SEXTUGUR
63
1908 og bjó á Garði til 1912; tók
heimspekipr óf (f orsp j allsvísindi)
1909 með ágætiseinkunn, lagði stund
á norræna málfræði og tók meistara-
próf í henni 1914. Fluttist hann þá
heim til íslands og stundaði kenslu
í ýmsum skólum til 1920, en það ár
varð hann kennari í íslensku við
Menntaskólann í Reykjavík og
gegndi því starfi þangað til hann
varð að láta af embætti árið 1936,
sökum heilsubrests.
Fleiri störf hafði hann með hönd-
um þau árin. Var ritstjóri „Landsins11
1916—18, og í orðabókarnefnd (til
að vinna að undirbúningi íslenskrar
orðabókar með íslenskum þýðing-
um) ásamt föður sínum og Þorbergi
rithöfundi Þórðarsyni 1918—20.
Smári er kvæntur Helgu Þorkels-
dóttur Ingjaldssonar, fyrrum bónda
á Álfsnesi á Kjalarnesi, og hefir hún
gefið út smásagnasafnið Hljóðlátir
hugir og fleiri sögur (1939), sem
hlaut vinsamlega dóma. Eiga þau
hjón tvö börn á lífi, Katrínu (f. 1911)
°g Bergþór (f. 1920).
II.
Jakob Jóh. Smári hefir verið harla
mikilvirkur rithöfundur í óbundu
^uáli. Hann hefir samið þessar
kenslubækur í íslensku: íslenska
Setningafræði (1920) og íslenska
málfræði (1923, 2. útgáfa 1932);
einnig íslensk-danska orðabók
(1941). Hafa bækur þessar hlotið
g°ða dóma, og kunnir fræðimenn
rúað um þær (t.d. íslensku setninga-
ír<£ðina) í merk blöð og tímarit á
fslandi og víða um lönd, austan hafs
°§ vestan.
Með föður sínum, séra Jóhannesi
L- Jóhannssyni, samdi Smári
einnig Álit og tillögur um íslenska
.Takol) Jóli. Sinári
orðábók (1920); enda átti hann, eins
og fyr getur, sæti í orðabókarnefnd
undanfarandi ár.
Ennfremur safnaði Smári og valdi
Hundrað bestu Ijóð á íslenska tungu
(1924, önnur prentun endurskoðuð
1940). Hann ritaði og formála fyrir
Hendingum (1921) eftir Jón Jónsson
frá Hvoli og Alþýðubókinni (1929)
eftir Halldór Kiljan Laxness, og
annaðist heildarútgáfu rita Einars
H. Kvaran (Ritsafn I—VI, 1943—44).
Auk þess hefir hann birt fjölda
fyrirlestra, greina og ritdóma í ís-
lenskum tímaritum (svo sem
Morgni, Eimreiðinni, Skírni, Iðunni
og Perlum), um sálarrannsóknir,
bókmentir, sálarfræði (sálrækt og
mannflokka-sálarfræði) o. fl. Enn-
fremur sæg blaðagreina um sömu
efni í „Landinu“, „Vísi“, „Morgun-
blaðinu“, „Tímanum11, „Alþýðu-
blaðinu", „Þjóðviljanum“ og „Dags-
brún“, og ritdóma.
Af ritgerðum Smára, sem allar