Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 39
FRÁ ÝMSUM ÁTTUM
37
leiddist ekki, hvort ekki væri óyndi
í drengnum hennar. — Nei. Þau
undu sér vel. Voru vön við að vera
út af fyrir sig. — En við höfðum
aldrei séð drenginn hennar leika
sér með öðrum börnum. — Alec litli
var feiminn og kunni best við sig í
garðinum. Hún brosti snöggvast.
Annars var hún altaf jafn alvarleg.
Eftir að við komum heim, töluð-
um við um Indíána-fjölskylduna
fram á nótt. — Hvað húsið var
hreint og vel hirt. Hvað barnið var
fallegt og móðirin háttprúð og Alec
litli stiltur og greindarlegur. Hug-
næmara umtalsefni hefði okkur ekki
öðlast, við að hlusta á frægan fyrir-
lesara, eða horfa á heimsfrægan
sjónleik.
Þegar ég var í þann veginn að
festa svefninn varð ég þess var, að
konan mín hristist af niðurbældum
hlátri. Ætlaði hún sér að halda
þannig vöku fyrir mér, fannst mér
sanngjarnt, að hún léti mig vita
hvert hlátursefnið var.
„Við erum heimsins mestu brodd-
borgarar“, stundi hún upp. „Við
heimsækjum nýja nágranna, á heim-
ili sem í engu er frábrugðið þúsund-
um annara, um þvert og endilangt
landið; og verðum frá okkur num-
in, eins og ef við hefðum ratað í
hið mesta ævintýri. Og öll þessi
hrifning stafar af því, að hafa kynnst
fjölskyldu, sem ekki er knúð til að
ganga og liggja nakin, og sólbrenna
rneira og minna, á hverju sumri, til
að öðlast þann hörundslit sem tísk-
an krefst. — Uppskafningar!“ Og
nú hlógum við bæði.
Eaginn eftir fann ég borgarstjór-
ann að máli. Hann var kunningi
rninn og lofaðist til að skella skolla-
eyrunum við bænarskránni, og það
þó mitt nafn væri þar meðal ann-
ara.
Granni minn bar sig illa yfir að-
gerðarleysi bæjarráðsins, en hefði
þó, að líkindum borið harm sinn í
hljóði, ef örlögin hefðu ekki bætt
gráu ofan á svart, með því að senda
kínversk hjón í hús Indíánanna. Og
áttu þau dreng, á aldur við Alec,
sem Ming hét.
Nú varð granni minn æfur og
uppvægur, boðaði til almenns fund-
ar og skoraði á okkur, að gera þá
rögg á okkur sem hvítum mönnum
sæmdi. Það væri annars glæsilegt,
eða hitt þó heldur, að sjá gul og rauð
afkvæmi villimanna meðal engil-
hvítra barna!
Eins og gefur að skilja, urðu hin
engilhvítu snortin af vandfýsni for-
eldra sinna, og hrópuðu ókvæðis-
orð eftir þeim Alec og Ming, sem
þau nefndu Rauð og Gul.
Nú skyldi þó bæjarráðið fá að
meðganga! Og er óvíst hvort það
hefði staðið straum af rögg granna
míns, hefðu örlögin ekki enn á ný
tekið í strenginn.
Á götuhorninu hérna fyrir vestan
okkur, var stórt autt svæði, þar sem
börnin úr nágrenninu léku sér dag-
lega. Engum kom til hugar að Alec
og Ming gengju þar í leik, þó þeir
ættu bæði knött og knatttré, sem
þeir léku með í bakgötunni. En það
var dauf skemtun, í samanburði við
knattleikinn við götuhornið. Og þeg-
ar óp og fagnaðarlæti bárust til mis-
litu drengjanna frá hvítu leiksveit-
unum, stálust þeir oft fram á gang-
stéttina til að horfa á leikinn. Ekki
kom þeim þó til hugar, að stíga fæti
inn á leikvöllinn. Við því höfðu mæð-