Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 59
Þ. Þ. Þorsteinsson, sjötugur
Eftir Sig. Júl. Jóhannesson
„Ég naut mín aldrei
nema þá ég kvað“. E. T
Ritstjórinn mæltist til þess að ég
skrifaði nokkur orð í „Tímarit Þjóð-
ræknisfélagsins“ um Þ. Þ. Þorsteins-
son skáld í tilefni af því að hann
varð sjötugur 11. nóvember 1949.
Ef rita ætti ítarlega um Þorstein
°g öll hans miklu verk, yrði það að
vera langt mál. Hann yrði þá að
deilast í sundur eins og hér segir:
Þ. Þ. Þorsteinsson sagnaritari, sögu-
skáld, ættfræðingur, dráttlistarmað-
ur °g ljóðaskáld.
Til eru menn, og þeir allmargir,
sem skara fram úr í einhverju einu;
þeir eru líka til, ekki fáir, sem leggja
gjörva hönd á margt, en gera engu
góð skil. Þeir eru aftur á móti und-
Ur fáir, sem leggja margt fyrir sig
°g leysa það alt vel af hendi. Einn
þeirra örfáu manna, sem það getur
°g gerir, er Þ. Þ. Þorsteinsson. Alt
þetta ofantalda lætur honum einkar
Vel. Það væri því synd að segja að
skaparinn hefði verið smátækur við
utbýting hæfileikanna, þegar hann
gerði Þorstein úr garði.
En þrátt fyrir alt þetta, þá er það
samt víst að sálin er aldrei eins glað-
vakandi, eins ljóslifandi og eins
bjúpdreymandi eins og þegar hann
yrkir sín bestu kvæði. Hann getur
því sagt eins og Esaias Tegner höf-
undur Friðþjófs: „Ég naut mín al-
drei nema þá ég kvað“.
Það á vel við að „Tímarit Þjóð-
ræknisfélagsins11 minnist Þorsteins
á þessum tímamótum í lífi skálds-
ins, því ritið hefir frá byrjun notið
ríflega svo að segja allra lista hans
og hæfileika: Það hefir flutt eftir
hann hvert kvæðið öðru betra og
snjallara; það hefir flutt sögur og
ýms önnur bókmenta smíð frá hans
hendi og það hefir á hverju ári í
meira en þrjátíu ár flutt listaverk,
sem ég efast um að margir geri sér
fulla grein fyrir: Það er hinn órím-
aði skáldskapur — teikningin á
kápu „Tímaritsins“.
Ég var fyrir skömmu að tala við
greindan mann, og talsvert lesinn.
Talið barst að þjóðræknismálum, og
sérstaklega að „Tímaritinu“.
„Hefir þú tekið eftir skáldskapn-
um á kápu „Tímaritsins?“ spurði
ég.
„Já, það er ansi fallegt útflúr“,
svaraði hann:
„Hefirðu íhugað hvað það tákn-
ar?“ spurði ég:
„O, það er bara fallegt pírumpár;
ég býst ekki við að það tákni svo
sem nokkuð sérstakt“.
Ég stakk upp á því að við sett-
umst niður og skoðuðum kápu Tíma-
ritsins. Hann tók því. Við settumst
því niður með „Ritið“ á milli okk-
ar og skýrðum hvor fyrir öðrum
alt, sem við sáum og skildum á káp-
unni. Við byrjuðum neðst, það sem
við sáum og skildum, var þetta:
Fyrst blasir við blágrænn sjórinn.