Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 68
66
TiMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þegar orðinn í meðferð þess fágaða
ljóðaháttar, sem hefir haldið áfram
að vera eftirlætisbragarháttur hans
og hann hefir tamið sér og fágað með
aukinni snild, þangað til hann er
orðinn viðkvæmt og margstrengjað
hljóðfæri í höndum skáldsins. En
sögulegu kvæðunum í þessu fyrsta
ljóðasafni hans, þó orðhög séu, er
of þröngur stakkur sniðinn í hnit-
miðuðu sonnettuforminu.
Yfir ástakvæðunum í bókinni
hvílir yndisþokki, ljóðræn og hrein
fegurð; þau láta lítið yfir sér, eru
blessunarlega laus við glamuryrði,
en innileikinn að því skapi meiri.
Margar prýðilegar stökur, formfagr-
ar og hugsun hlaðnar, eru einnig í
safninu, og bera alt í senn vitni Ijóð-
rænni gáfu höfundarins, smekkvísi
hans og íhygli.
En samfara ríkum hæfileika hans
til þess að bregða upp skörpum og
litauðugum myndum, er síðar mun
nánar vikið að, gætir dulhneigðar
hans um annað fram í þessum
kvæðum; djúp sálræn kend, óró hins
leitandi anda, svipmerkir þau, og
lýsir það sér hvergi betur en í upp-
hafskvæðinu, „Hillingum“, um
undraeyjarnar „Waak-al-Waak“,
sem rísa úr móðu fjarlægs sjóndeild-
arhringsins og seiða til sín huga
skáldsins með ómótstæðilegum
töframætti sínum.
Þau einkenni skáldsins, sem að
ofan getur, koma fram í enn ríkara
mæli í næstu kvæðabók hans, Hand-
an storms og strauma (1936). Þeim,
sem kjósa stormahvin og sverðagný
í ljóði, verður hún vafalaust lítið
að skapi; en hinum, sem hugstæð
eru dýpri rök lífsins og unna þýð-
um kvæðum og fögrum, mun hún
kærkomin lestur. Heiti hennar er
ágætlega valið, því að þau lönd,
sem skáldið fer einkum eldi, liggja
langt fyrir utan og ofan dægurþras
og háreysti hversdagslífsins. Þessi
ljóð hans eru lengstum kliðmjúkir
ómar og hugrænir frá heimi kyrðar
og friðar, á himni, hauðri og hafi.
Þau eru tónar frá hörpu hrifnæms
og dulskynjandi skálds, sem heyrir
„þagnaðar raddir“ tala til sín á ný
„tryggheilög mál, er þreyttum huga
fróa“, og sér eilífðina brosa við aug-
um, eins og í ljúfum draumi, „hand-
an við æstan endanleikans straum“.
Skáldið sýnir það með þessum ljóð-
um, að hann getur djarft úr flokki
talað, þegar hann segir:
„Og tilveran á eilífan auð til handa
þeim,
sem ekki skortir sýn inn í hennar
dúlda geim, —
en leyndardómur alheims í hverju
blómi hlær
að hroka spekinganna og þeirra
visku frá í gær“.
Þessi kvæði eru, sem áður, jafn
hugþekk að formi og efni. Skáldið
hefir óvenjulega glögt auga og næm-
an smekk fyrir litum og litbrigðum,
og hnitmiðar orð sín svo, að þau
verða tíðum g'lögg mynd hugtaksins
og falla eðlilega inn í bragarháttinn.
Kvæði hans eru auðug að lýsingum,
sem vitna fagurlega um það, hversu
snjall málari hann er í orðum; þann-
ig lýsir hann sumardegi:
„Hádagsins móða hvílir yfir löndum.
Hitinn er þungur yfir grænum
flóum.
Vindarnir sofa sætt i lognsins
böndum.
Seiðþrunginn ilmur berst frá
þýfðum móum.