Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 40
38
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ur þeirra lagt blátt bann. Og ekki
áttu þeir sök á því, þó knötturinn
viltist úr leiknum og staðnæmdist
við fætur Alecs, sem greip hann
samstundis og kastaði honum rösk-
lega inn á leikvöllinn. En þar kom
hann öllum á óvart, og hitti í höfuð
eins drengsins, sem meiddist ekki
minstu ögn, en varð ævareiður, þeg-
ar félagar hans hlóu að honum fyr-
ir að handfesta ekki skeytið. Piltur-
inn áttaði sig brátt, og þegar hann
kom auga á þá Alec og Ming, sem
stóðu agndofa á gangstéttinni, sá
hann hvernig í óhappi hans lá. „Hel.
villidýrin!“ hrópaði hann og þaut í
átt til þeirra.
Nú tóku þeir Alec og Ming til fót-
anna, heim til sín, og báðar leik-
sveitirnar á eftir þeim, æpandi
smánar- og óþverraorð til flótta-
manna.
Svo vildi til, að ég var úti við, og
hraðaði ég mér í áttina til uppþots-
ins; en varð of seinn til. Þegar ég
kom á vettvang voru hvítliðar bún-
ir að ná þeim mislitu, og var orustan
þegar hafin. Og þó liðsmunur
væri yfirgnæfandi, sá ég ekki betur
en þeir Alec og Ming verðust vask-
lega. Ég kallaði hastarlega til drengj-
anna. En það var um seinan, því í
þessari andránni var knatttré sleg-
ið í höfuð Mings litla. Hvítliðar
flúðu, er þeir sáu mig koma, og
tvístruðust í allar áttir; en Alec
kraup grátandi við hlið leikbróður
síns, sem lá í roti og var auðsjáan-
lega mikið meiddur.
Ég bar Ming inn til móður hans
og gerði síðan allar nauðsynlegar
ráðstafanir fyrir að hann kæmist á
sjúkrahúsið eins fljótt og föng væru
á.
í tvo sólarhringa lá drengurinn
milli heims og helju. Eftir það rakn-
aði hann við smátt og smátt. Og ætla
ég mér ekki að lýsa þeirri gleði, sem
fréttin af bata hans vakti í nágrenn-
inu. Enginn smali hefir glaðst meir
við fund hins hundraðasta sauðar,
en granni minn og vörður hins
hvíta kynflokks. Þegar fullvíst varð
að Ming litli væri úr allri hættu, og
líkur til að með tíð og tíma, næði
hann fullri heilsu. Að líkindum hef-
ir áhugi granna míns, að einhverju
leyti stafað af því, að sonur hans
hafði orðið til að veita Ming áverk-
ann. Og missti hann nú allan vilja
til að halda hverfi okkar hreinhvítu,
eða fást um hvaða lit skaparinn
veldi börnum sínum.
Hjúkrunarkona Mings hafði orð
á því við mig, að aldrei hefði hún
haft meiri ánægju af að stunda
sjúkling. Það beinlínis hreif hana,
að hlusta á drenginn og lesa í svip
hans þá undrun og gleði, sem gagn-
tók hann, eftir að hann áttaði sig
á, hversu allir vildu vera honum
góðir. Fyrst í stað, gerði hann sér
ekki grein fyrir hvað blómin, ald-
inin og leikföngin þýddu. Lengi
trúði hann ekki að þetta væru gjafir
frá öllu þessu fólki, sem kom að
spyrja eftir líðan hans, en leit á
þennan fjársjóð sem venjulegan
þátt í vistarveru á sjúkrahúsi.
Þó Ming þætti vænt um að sjá
foreldra sína, virtist hann gleðj-
ast meira við komu Alecs. Og það
liðu vikur, áður en honum varð
ljóst, að hinir, sem vitjuðu hans
vildu honum vel og voru vinir hans.
En eftir að hann sannfærðist um
þetta varð Ming eins og annað barn.
í stað þess að segja aldrei orð, nema