Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 75
BÆKUR
73
lega hefir ekki verið gefin út. En
fyrsta bók hans var um Sálarrann-
sóknir og andatrú, og var vel tek-
ið af þeim, er þau mál eru hugstæð.
Hér eru þá sex leikrit, og virðist
höf. hafa með þeim komist á fast-
an grundvöll sem rithöfundur. Og
þó ég ætli mér eigi þá dul, að dæma
þau frá listarinnar sjónarmiði, þá
hygg ég að honum láti betur leik-
ritasmíð en söguritun.
Fyrsti leikur séra Jakobs, „Stap-
inn“, er ekki í þessu safni, og hefði
þó mátt vera þar; því þótt hann væri
fyrsta tilraun og viðvanings verk,
var þar margt vel sagt. Bókin byrj-
ar á stærsta leiknum, „Tyrkja-
Gudda“, í sjö þáttum, nokkurskonar
æviþáttum, sem byrja með Tyrkja-
ráninu í Vestmannaeyjum og enda
með dauða séra Hallgríms Péturs-
sonar. Leikurinn er þrunginn af
þeirrar tíðar trúarvolæði. Þó er eins
og birti dálítið yfir sumum í Tyrki-
n'inu, sem freistar þeirrar spurning-
ar, hvort landarnir hafi grætt mikið
á því að vera innleystir. Gudda
verður þar ekki Gudda þjóðsögunn-
ar, heldur virðuleg skapstór og
*nönnuð íslensk kona, sem heitir
Guðríður. — Næst eru „Öldur“, sem
sýndar voru hér vestra við góðan
orðstír. Þá er „Hamarinn“, og er
hann víst „agalega“ og „svakalega11
tnikið dreginn úr nýtísku lífinu
heima, á hinum „verstu og síðustu
tímum“. óþarfi var samt að nefna
konsúlsfrúna Gógó, þó hún sé kann-
ske nokkuð á ferðinni, og veit séra
Jakob við hvað ég á. „Maðurinn, sem
sveik Barrabas11 er ef til vill frum-
tegasti leikurinn, og skilur eftir í
huga
manns áleitna spurningu um,
hver var upprunalegi svikarinn, og
hve oft silfurpeningarnir skiftu um
eigendur.
í bókinni eru sex frumteikningar
eftir H.(auk?) Stefánsson, auk
myndar höfundarins.
3.—4. Austurland, I. og II.
Þetta er meira en héraðs eða
sveitasaga. Það er ársrit um Austur-
land alt og austfirsk fræði. Ritstjór-
ar eru Halldór Stefánsson og Þor-
steinn M. Jónsson. Sér hinn síðar-
nefndi um prentun og allan frágang,
sem er hinn ágætasti í alla staði.
Meira en bróðurparturinn í báðum
þessum bindum er eftir hinn rit-
stjórann, æskuvin minn og skóla-
bróður, Halldór Stefánsson. 1 fyrra
bindinu skrifar hann íormála og
skilgreining um, hvað Austurland
sé. En aðalritgjörðin er saga hans
um Jökuldalsheiðina og bygðina þar,
og gerir hann þar skömm Heiðar-
búunum og afkomendum þeirra, sem
stóð verkið næst. í síðari bókinni
rekur hann landnám í Austfirðinga-
fjórðungi, að fornu, goðorð og þing-
skipanir. Þá segir hann þar sögu
Hrafnkelsdalsins, sem sýnist að vera
lokaþátturinn í sögu þess fagra og
sögufræga dals.
Seinni hluti þessa bindis er saga
Hallgríms Ásmundssonar í Stóra
Sandfelli, eftir Benedikt Gíslason,
er átti Hallgrím að langafa. Er hún
skrifuð af fjálgleik miklum og eld-
móði, enda er maðurinn framúr-
skarandi stílhagur og skáld gott,
eins og hann á kyn til. Hann tekur
afar hart á munnmæla og fleipur-
sögum, sem ekki er að lasta. En ein-
mitt þess vegna langar mig til að
benda honum á, að tilgáta hans á
bls. 195 er ein af þeim, og á við eng-