Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 75

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1949, Blaðsíða 75
BÆKUR 73 lega hefir ekki verið gefin út. En fyrsta bók hans var um Sálarrann- sóknir og andatrú, og var vel tek- ið af þeim, er þau mál eru hugstæð. Hér eru þá sex leikrit, og virðist höf. hafa með þeim komist á fast- an grundvöll sem rithöfundur. Og þó ég ætli mér eigi þá dul, að dæma þau frá listarinnar sjónarmiði, þá hygg ég að honum láti betur leik- ritasmíð en söguritun. Fyrsti leikur séra Jakobs, „Stap- inn“, er ekki í þessu safni, og hefði þó mátt vera þar; því þótt hann væri fyrsta tilraun og viðvanings verk, var þar margt vel sagt. Bókin byrj- ar á stærsta leiknum, „Tyrkja- Gudda“, í sjö þáttum, nokkurskonar æviþáttum, sem byrja með Tyrkja- ráninu í Vestmannaeyjum og enda með dauða séra Hallgríms Péturs- sonar. Leikurinn er þrunginn af þeirrar tíðar trúarvolæði. Þó er eins og birti dálítið yfir sumum í Tyrki- n'inu, sem freistar þeirrar spurning- ar, hvort landarnir hafi grætt mikið á því að vera innleystir. Gudda verður þar ekki Gudda þjóðsögunn- ar, heldur virðuleg skapstór og *nönnuð íslensk kona, sem heitir Guðríður. — Næst eru „Öldur“, sem sýndar voru hér vestra við góðan orðstír. Þá er „Hamarinn“, og er hann víst „agalega“ og „svakalega11 tnikið dreginn úr nýtísku lífinu heima, á hinum „verstu og síðustu tímum“. óþarfi var samt að nefna konsúlsfrúna Gógó, þó hún sé kann- ske nokkuð á ferðinni, og veit séra Jakob við hvað ég á. „Maðurinn, sem sveik Barrabas11 er ef til vill frum- tegasti leikurinn, og skilur eftir í huga manns áleitna spurningu um, hver var upprunalegi svikarinn, og hve oft silfurpeningarnir skiftu um eigendur. í bókinni eru sex frumteikningar eftir H.(auk?) Stefánsson, auk myndar höfundarins. 3.—4. Austurland, I. og II. Þetta er meira en héraðs eða sveitasaga. Það er ársrit um Austur- land alt og austfirsk fræði. Ritstjór- ar eru Halldór Stefánsson og Þor- steinn M. Jónsson. Sér hinn síðar- nefndi um prentun og allan frágang, sem er hinn ágætasti í alla staði. Meira en bróðurparturinn í báðum þessum bindum er eftir hinn rit- stjórann, æskuvin minn og skóla- bróður, Halldór Stefánsson. 1 fyrra bindinu skrifar hann íormála og skilgreining um, hvað Austurland sé. En aðalritgjörðin er saga hans um Jökuldalsheiðina og bygðina þar, og gerir hann þar skömm Heiðar- búunum og afkomendum þeirra, sem stóð verkið næst. í síðari bókinni rekur hann landnám í Austfirðinga- fjórðungi, að fornu, goðorð og þing- skipanir. Þá segir hann þar sögu Hrafnkelsdalsins, sem sýnist að vera lokaþátturinn í sögu þess fagra og sögufræga dals. Seinni hluti þessa bindis er saga Hallgríms Ásmundssonar í Stóra Sandfelli, eftir Benedikt Gíslason, er átti Hallgrím að langafa. Er hún skrifuð af fjálgleik miklum og eld- móði, enda er maðurinn framúr- skarandi stílhagur og skáld gott, eins og hann á kyn til. Hann tekur afar hart á munnmæla og fleipur- sögum, sem ekki er að lasta. En ein- mitt þess vegna langar mig til að benda honum á, að tilgáta hans á bls. 195 er ein af þeim, og á við eng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.